fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Pressan
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarrannsókn á andláti manns hefur leitt í ljós að dauða hans megi rekja til ofneyslu hans á D-vítamíni.

Maðurinn sem um ræðir, David Mitchener, var 89 ára þegar hann lést á sjúkrahúsi í Bretlandi. Hafði hann tekið inn D-vítamín í fæðubótarformi en ekki komu fram upplýsingar um hámarksskammt á umbúðum.

Mælt er með því að fólk – sérstaklega þeir sem búa á norðurhjara veraldar – taki inn hóflegan skammt af D-vítamíni í fæðubótarformi. Er ráðlagður dagskammtur einstaklinga á aldrinum 10 til 70 ára 15 míkrógrömm en 20 míkrógrömm hjá þeim sem eru komnir yfir sjötugt.

D-vítamín stuðlar til dæmis að vexti og vuiðhaldi beina og gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór til að byggja upp bein.

Sé D-vítamín tekið inn í of miklu magni getur það leitt til þess að of mikið kalk verður til í blóði. Áhrifin af þessu geta verið ýmisleg en alvarlegustu eitrunareinkennin geta leitt til lífshættulegrar nýrnabilunar.

Þegar maðurinn leitaði á heilsugæslu fárveikur kom í ljós að D-vítamín í líkama hans sprengdi alla kvarða. Í úrskurði dánardómstjóra er lagt til að strangari reglur verði settar á umbúðir fæðubótarefna þar sem varað er við afleiðingum ofneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?