Mason Greenwood framherji Manchester United hefur ekki neinn sérstakan áhuga á því að spila aftur fyrir félagið í bráð. The Athletic segir frá.
Þar segir að faðir hans Andrew hafi fundað með forráðamönnum félagsins á dögunum þar sem málið var skoðað og rætt.
Greenwood er samkvæmt Athletic nokkuð ósáttur með þann stuðning sem hann fékk frá United í gegnum mál sitt, hefur hann engan sérstakan áhuga á að spila aftur fyrir United.
Greenwood var handtekinn og grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi, eftir rúmt ár í rannsókn var málið látið niður falla.
Greenwood hefur frá því í janúar árið 2022 ekki æft með United og síðasta sumar var hann lánaður til Getafe á Englandi.
Greenwood er samkvæmt Athletic sáttur með lífið á Spáni og telur hann að á Englandi verði honum ekki eins vel tekið og á Spáni.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir nú félaginu eftir kaup sína á 27 prósent hlut hafði opnað dyrnar fyrir endurkomu Greenwood í sumar. Ólíklegt er að af henni verði.
Framherjinn hefur spilað einn A-landsleik fyrir England en sá leikur var gegn Íslandi á Laugardalsvelli.