fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þórólfur varar við og segir að við þurfum að búa okkur undir næsta faraldur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 09:00

Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að við þurfum að vera viðbúin því að nýr heimsfaraldur ríði yfir. Fjögur ár eru í dag liðin síðan fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi og er óhætt að segja að í kjölfarið hafi farið af stað atburðarás sem fáir sáu fyrir.

Þórólfur er í viðtali í Morgunblaðinu í dag í tilefni þessara tímamóta.

Þó að fjögur ár séu liðin síðan fyrsta smitið greindist er veiran enn úti í samfélaginu. Hún hefur tekið talsverðum breytingum og þá er búið að bólusetja meirihluta landsmanna. Hún veldur því ekki jafn alvarlegum sýkingum og fyrst þó hún geti verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir.

Þórólfur segir við Morgunblaðið að áfram verði líklega um að ræða veirusýkingu sem kemur reglulega upp, oftar en ekki yfir vetrartímann og valda mismiklum einkennum.

Þórólfur segir að kórónuveirufaraldurinn sem fór af stað í ársbyrjun 2020 sé ekki sá síðasti sem mun ríða yfir. Mikilvægt sé að við drögum lærdóm af faraldrinum, hvernig brugðist var við og hvernig við ætlum að bregðast við þegar næsti faraldur kemur.

„Það mun ger­ast og við höf­um sem dæmi bú­ist við því að ein­hvern tíma muni koma nýr heims­far­ald­ur af in­flú­ensu. Ein­hvern tíma mun það ger­ast en auk þess geta komið nýj­ar veir­ur eins og gerðist með covid-19. Það virt­ist ekki á sjón­deild­ar­hringn­um að við mynd­um fá heims­far­ald­ur af völd­um þess­ar­ar veiru. Við þurf­um að vera til­bú­in þegar þetta ger­ist aft­ur. Við þurf­um að vera með ein­hverj­ar áætlan­ir í gangi rétt eins og vegna jarðhrær­inga og eld­gosa,“ seg­ir Þórólf­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“