Blackburn 1 – 1 Newcastle (4-5 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Anthony Gordon
1-1 Sammie Szmodics
Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í kvöld er Blackburn mætti Newcastle í enska bikarnum.
Arnór kom inná í byrjun seinni hálfleiks en hans menn lentu 1-0 undir á heimavelli á 71. mínútu.
Anthony Gordon kom þá Newcastle yfir en sú forysta entist í aðeins átta mínútur.
Samie Szmodics tryggði Blackburn framlengingu stuttu seinna þar sem engin mörk voru skoruð.
Úrslitin þurftu að ráðast í vítakeppni þar sem Newcastle hafði betur 4-3 en Arnór skoraði úr sinni spyrnu.