fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Mjög margir gera þessi mistök þegar þeir tannbursta sig

Pressan
Sunnudaginn 3. mars 2024 15:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem margir temja sér ungir að aldri þegar þeir tannbursta sig er alls ekki sniðugt og vara tannlæknar fólk við þessu.

Flestir þekkja rútínuna að bursta tennurnar, spýta út úr sér og síðan skola munninn. En það er einmitt þetta að skola munninn sem er ekki sniðugt að sögn tannlækna. Oral Health Foundation í Bretlandi segir að þetta grafi undan gagnsemi flúorsins sem er í tannkreminu. Flúorið gegnir mikilvægu hlutverki við að styrkja glerung tannanna.

Flúor, sem er lykilefni í mörgum tegundum tannkrems, er hannað til að bæta tannheilsuna og það þarf tíma til að hafa jákvæð áhrif á yfirborð tannanna.

Ef munnurinn er skolaður strax að tannburstun lokinni, þá fjarlægir maður flúorið áður en hann hefur haft tíma til veita þá vernd sem það veitir gegn holum og sliti.

Sérfræðingar mæla því með því að fólk láti duga að spýta tannkremi úr munninum að tannburstun lokinn og sleppi því að skola munninn. Einnig er mælt með því að matar og drykkjar sé ekki neytt í minnst tíu mínútur að tannburstun lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“