Thibodaux, 36 ára krókódíll, varð að fara í bráðaaðgerð eftir að í ljós kom að tugir mynta voru í maga hans.
Thibodaux er mjög sjaldgæfur því hann er með sjúkdóm sem gerir að verkum að hann er hvítur og með blá augu.
Myntirnar sáust þegar rútínuskoðun var gerð á öllum 10 krókódílum dýragarðsins. Þegar í ljós kom að mynt var í maga Thibodaux var brugðist hratt við og hann lagður undir hnífinn til að hægt væri að fjarlægja myntina áður en hún myndi valda vandræðum.
Thibudaux náði sér fljótt eftir aðgerðina.
Nú eru gestir dýragarðsins hvattir til að henda ekki mynt í dýragarðinum og er þeim þess í stað bent á að þeir geta breytt mynt í minjagrip í þar til gerðum vélum sem eru víða um dýragarðinn. Einnig er hægt að setja myntina í óskabrunn.