fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

„Viðbjóðslegur“ morðingi dæmdur í 99 ára fangelsi – Unglingur tekinn af lífi

Pressan
Föstudaginn 1. mars 2024 22:00

Cynthia Hoffmann. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Denali Dakota Skye Brehmer, 23 ára, dæmd í 99 ára fangelsi fyrir að hafa látið drepa fatlaða vinkonu sína. Dómari sagði hana vera „viðbjóðslega“ þegar hann kvað dóminn upp.

Brehmer fékk vini sína til að aðstoða sig við að myrða Cynthia Hoffmann sem var þroskahömluð.  Auk Brehmer komu fimm aðrir að morðinu. Hin fimm voru á aldrinum 16 til 23 ára þegar morðið var framið þann 2. júní 2019. Töldu fimmmenningarnir að þeir myndu fá 9 milljónir dollara fyrir vikið.

Brehmer og Kayden McIntosh fóru með Cynthia til Thuderbird Falls, sem er stór foss. Þar bundu þau hana á höndum og fótum og síðan skaut McIntosh hana í höfuðið. Þau hentu líkinu síðan í ána.

Brehemer reyndi síðan að blekkja fjölskyldu Hoffman með því að senda þeim textaskilaboð um að hún hefði skilið við hana í almenningsgarði. Þau brenndu síðan veski hennar og aðrar eigur og losuðu sig við skammbyssuna.

Foreldrar Hoffman tilkynnt lögreglunni strax um hvarf hennar og nokkrum dögum síðar fannst lík hennar.

Upphafið

Sagan hefst eiginlega þegar Brehmer kynntist manni á netinu. Hann sagðist heita Tyler og væri milljónamæringur frá Kansas. Hann bauð henni að lágmarki 9 milljónir dollara fyrir að „drepa einhvern af handahófi“ og bað hana um að taka myndir og myndband af verknaðinum.

Tyler reyndist vera Darin Schilmiller, 25 ára, frá Indiana. Þessu komst Brehmer að eftir að hún var handtekin.

Denali Brehmer. Skjáskot:Alaska News Source

 

 

 

 

 

 

Brehmer hélt að hún myndi fá 9 milljónir dala og fékk fjóra vini sína til liðs við sig. Þau ákváðu að drepa Hoffman, sem glímdi við þroskahömlun og lét eins og hún væri mun yngri en hún var. Brehmer og Hoffman urðu vinkonur þegar þær sóttu sama menntaskólann og taldi Hoffman Brehmer vera bestu vinkonu sína.

Dómurinn

Kviðdómur fann Brehmer seka um morð í febrúar á síðasta ári og um ári síðar dæmdi dómari hana í 99 ára fangelsi. Við dómsuppkvaðninguna sagði hann að hún hefði gerst sek um einn alvarlegasta glæpinn sem eigi sér stað í Alaska. Hún hafi tekið Hoffman af lífi í þeirri trú að hún fengi greitt fyrir morðið. „Það getur verið að hún hafi ekki tekið í gikkinn, en þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstuðlan Denali Brehmer,“ sagði hann.

Eins og fyrr segir, þá var Brehmer dæmd í 99 ára fangelsi. Schilmiller var einnig dæmdur í 99 ára fangelsi.

Réttarhöldum yfir hinum ákærðu er ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu