Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki of bjartsýnn fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni.
Núverandi meistarar City eru í öðru sæti deildarinnar með 59 stig, stigi á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er einnig með í baráttunni og er einu stigi á eftir City eftir 26 umferðir.
Arsenal og Liverpool hafa verið sjóðandi heit að undanförnu og er Guardiola áhyggjufulur fyrir framhaldið.
,,Hvernig andstæðingar okkar eru að spila, jafnvel Aston Villa en sérstaklega Arsenal og Liverpool,“ sagði Guardiola.
,,Liðin eru að skora þrjú til fimm mörk í hverjum leik. Þetta eru nánast óstöðvandi andstæðingar.“
City á eftir að leika við bæði Liverpool og Arsenal en fyrri leikurinn er á útivelli og sá seinni á heimavelli.