fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Fundu skærasta hlutinn í alheiminum

Pressan
Sunnudaginn 3. mars 2024 07:30

Dulstirnið athyglisverða. Mynd:Eso/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dulstirni, sem skín 500.000 milljörðum sinnum sterkara en sólin, er talið vera skærasti hluturinn í alheiminum. Dulstirnið er með svarthol í miðjunni og er massi dulstirnisins 17 milljörðum sinnum meiri en massi sólarinnar okkar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá European Southern Observatory.

Dulstirni eru kjarnar órafjarlægra vetrarbrauta, knúin áfram af glorhungruðum risasvartholum að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Fram kemur að risasvartholin gleypi efni með svo miklu offorsi að frá þeim berist mjög mikil birta. Þetta gerir að verkum að dulstirni eru meðal allra björtustu fyrirbæra alheimsins.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að dulstirnið stækki svo hratt að það svari til þess að það gleypi eina sól á dag. Hefur það fengið nafnið JO529-4351.

Það tekur ljósið frá því tólf milljarða ára að berast hingað til jarðarinnar. Þar sem ljósið er svo skært var lengi vel talið að þetta væri ekki dulstirni, heldur stjarna í Vetrarbrautinni.

Dulstirnið uppgötvaðist í fyrsta sinn 1980 en var þá talið stjarna. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem það kom í ljós að um dulstirni er að ræða.

Rannsóknin um dulstirnið var gerð af stjörnufræðingum við Australian National University og var hún birt nýlega í vísindaritinu Nature  Astronomy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?