Sky News segir kókaínið hafi átt að fara til Hamborgar í Þýskalandi en hafi fundist þegar umskipa átti gámnum í Southampton á Englandi.
Verðmæti efnisins er 450 milljónir punda en það svarar til um 79 milljarða íslenskra króna.
Aldrei áður hefur verið lagt hald á svo mikið magn sterkra fíkniefna í einu máli í Bretlandi. Gamla metið var frá 2022 en þá var lagt hald á 3,7 tonn í höfninni í Southampton og 2015 fundust 3,2 tonn um borð í dráttarbátnum MV Hamal í Skotlandi.
Talsmaður lögreglunnar sagði að haldlagningin sé mikið áfall fyrir skipulögð glæpasamtök sem standi í smygli af þessu tagi. Þau verði af miklum tekjum.