fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

90210 stórstjarnan ekki lengur heimilislaus – Leiguhúsnæðið hálfgert hreysi við hliðina á æskuheimilinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 19:30

Spelling smellti í risagjafaleik á Instagram á Valentínusardag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tori Spelling, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu misseri. Fjölmiðlar greindu frá því að á síðasta ári fannst mygla á heimili hennar og þurfti Spelling að flýja heimilið og dvelja á ódýru móteli um stutt skeið áður en hún flutti í hjólhýsi með fimm börnum sínum sem eru á aldrinum 6-16 ára.

Heimilisleysið kom í kjölfar skilnaðar Spelling við eiginmann hennar til 17 ára, Dean McDermott, í júní á síðasta ári. 

En nú birtir til hjá Spelling og börnum hennar sem flutt eru inn í leiguhúsnæði í Woodlands Hills, tæplega 300 fm hús á tveimur hæðum, með fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Húsið er fullbúið húsgögnum og greiðir Spelling 15 þúsund dali í leigu á mánuði eða rúmar 2 milljónir króna. Spelling þurfti sömuleiðis að greiða 7500 dala tryggingargjald eða rúma milljón króna.

Heimilið ætti að duga vel fyrir Spelling og börn hennar, þar er glæný sundlaug og heilsulind, eldhús með með tveimur ofnum, tvöföldum vaski miklu borðplássi og sæti fyrir 16 manns. Bílskúr fylgir og leyfi er fyrir gæludýr, sem er heppilegt, því fjölskyldan á fullt af gæludýrum.

McDermott sagði við DailyMail á síðasta ári að hann og Spelling væru hætt að sofa í sama herbergi, dýrin hefðu tekið yfir.

„Þau voru að sofa í svefnherberginu og á rúminu. Þar var svínið. Það er kjúklingur sem bjó á baðherberginu og margir hundar. Og við vitum öll að hundar lenda í slysum og okkar hundar gerðu það. Ég bara þoldi þetta ekki lengur.

Spelling glímir við þráhyggju þegar kemur að íbúðarhúsnæði og hefur hún margoft pakkað börnum og búslóð saman án nokkurs fyrirvara og flutt af minnsta tilefni. 

„En þegar þetta er viðvarandi er þetta farið að líta áráttukennd út. Það er dýrt að flytja og ég hef sett okkur í ótrygga fjárhagsstöðu,“ skrifaði Spelling í endurminningum hennar árið 2013, Spelling It Like It Is. Þrátt fyrir að hún hafi áttað sig á vandanum hefur ekkert breyst síðastliðinn áratug.

Árið 2016 sagði móðir hennar, Candy Spelling, í viðtali við TMZ árið 2016 að hún væri að greiða reikningana fyrir „nauðsynjar“ McDermott fjölskyldunnar, þar á meðal leigu, mat, skóla, tryggingar, en ekki fjölmargar skuldir þeirra við banka og kreditkortafyrirtæki.

Spelling ásamt foreldrum sínum

Spelling og yngri bróðir hennar, Randy, eru alin upp í vellystingum enda faðir þeirra, sjónvarpsmógullinn Aaron Spelling. Hann lést árið 2006, 83 ára að aldri, bú hans var metið að andvirði 600 milljón dala, en systkinin erfðu hvort um sig aðeins 800 þúsund dali. 

Æskuheimilið Spelling Manor í hinu glæsilega Holmby Hills hverfi, heimili samanstóð af 123 herbergjum, keilusal og þar var eitt herbergi sem eingöngu var ætlað til að pakka inn gjöfum. Húsið var selt árið 2019 fyrir 120 milljón dala.

Æskuheimilið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn