fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Sársaukinn er svo svakalegur þegar þú vaknar upp til þessa raunveruleika og hugsar: Fimm barna móðir er ég bara í alvörunni hér?“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 20:00

Halla Björg Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig er venjulegur dagur fíkils á götunni?“ spyr Bjarki Höllu Björg, sem er nýjasti viðmælandi hans og Aron Mímis í þætti þeirra Götustrákar. „Ég væri ekki til í að vera á götunni ef ég væri lítil myndarleg stelpa miðað við viðbjóðinn sem ég hef heyrt. Sem eru staðreyndir sem eru á götunni núna.“

„Það er náttúrulega bara ógeð,“ svarar Halla Björg. „Það er mikið af fjárkúgunum í gangi, Snapchat mikið notað, ég held að stelpur séu bara mjög mikið að selja líkama sinn og mikið af glæpum.

Fagnaði eins árs edrúmennsku í lok janúar

Halla Björg er 33 ára, einstæð fimm barna móðir. Þann 31. janúar síðastliðinn fagnaði hún eins árs edrúmennsku en þá var eitt ár síðan hún gekk inn á Krýsuvík.

„Eitt ár í dag 31.janúar 2024
Eitt ár síðan ég labbaði inn á Krýsuvík
Hugbreytandi efni stjórnuðu lífi mínu.
Þau tóku frá mér allt sem skiptir mig máli.
Skōmmin, sársaukinn, óheiðarleikinn, áfōllin og viðbjóðurinn þarna á gōtunni er staður sem ég óska engum að lenda á.
Planið mitt varð aldrei að verða háður fíkniefnaneytandi 5 barna móðir en staðreyndin er sú að ég þróaði með mér sjúkdóm sem er ólæknandi.
Takk fyrir mig – Takk fyrir stuðninginn
Þakklát fyrir líf mitt og þessa glænýju stelpu sem mér líkar ótrúlega vel við og hlakka til að kynnast enn betur,“

skrifaði Halla Björg í færslu á Facebook þann dag.

Vigtaði skammtana sína

„Að vera á götunni er mikil vinna, mikið hark. Sársaukinn er svo svakalegur, þegar þú vaknar upp til þessa raunveruleika og hugsar: „Hvert er ég komin, er ég bara hér? Fimm barna móðir er ég bara í alvörunni hér? Þá geturðu ekki dílað við hann, þá verðurðu bara að fá þér meira, það eina sem ég kann er að slökkva á þessu, ég get ekki dílað við þetta, þá er bara næsta skref að hengja sig. Mig langaði aldrei að deyja, ég vissi alltaf innst inni: „Ég get þetta einhvern tíma, ég ætla einhvern tíma að geta þetta.“

Svarar Halla Björg að hún hafi oft hugsað innst inni að hún myndi deyja úr neyslu, en segist alltaf hafa vigtað skammtana sína. „Ég var búin að syrgja sjálfa mig svo mikið, syrgja lífið mitt einhvern veginn. Elst líka upp við það að vera ekki með móðurímynd og ég vissi hversu mikið ég væri búin að bregðast og ég vissi hversu mikið fólkið mitt þurfti á mér að halda og ég held það hafi verið svo mikið egó. Sem var bara gott á þessum tímapunkti, hroki og egó kemur manni svolítið langt þarna. Þá passaði ég mig að deyja ekki.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“