fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 17:30

Frá Egilshöll. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. mars næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn konu sem sökuð er um tvö brot gegn valdstjórninni. Ákært er vegna atvika sem áttu sér stað utandyra við Egilshöll við Fossaleyni, þann 19. nóvember árið 2022, sem og á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Konan er annars vegar sökuð um að hafa ítrekað hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum og lífláti, ítrekað sparkað í lögreglumanninn, tekið fast um handlegg hans og snúið upp á hann með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á framhandlegg.

Konan er siðan ákærð fyrir brot gegn öðrum lögreglumanni og er hún sögð hafa sparkað í læri hans fyrir utan Egilshöll og aftur þegar komið var á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn hlaut mar af sparkinu. Á lögreglustöðinni hótaði hún honum einnig lífláti.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan, sem er fædd árið 1990, verði dæmd til refsingar oa greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti