fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 13:48

Daniela Klette var með eitt og annað athyglisvert heima hjá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið hina 65 ára gömlu Danielu Klette sem var meðlimur í hinum alræmdu Rauðu herdeildum sem einnig voru þekktar undir nafninu Baader-Meinhof.

Klette var handtekin í Berlín en hún hafði verið eftirlýst í um 30 ár, meðal annars vegna gruns um vopnað rán og manndrápstilraun.

Sjá einnig: Lögreglan bindur vonir við að nýjar myndir komi henni á slóð RAF-hryðjuverkamanna

Handtakan kemur tveimur vikum eftir að þátturinn Aktenzeichen XY var sýndur í þýska sjónvarpinu en þar var biðlað til almennings að hafa augun opin vegna Klette og tveggja annarra úr Baader-Meinhof hópnum sáluga sem enn eru eftirlýstir. Eftir að þátturinn var sýndur bárust lögreglu um 250 ábendingar.

Klette tilheyrði svokallaðri þriðju kynslóð samtakanna sem voru stofnuð árið 1970 af Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem töldust til fyrstu kynslóðar samtakanna. Um var að ræða skæruliðasamtök sem frömdu morð, mannrán, sprengjuárásir og skemmdarverk. Samtökin voru leyst upp árið 1998.

Klette á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna vopnaðra rána og manndrápstilraunar á árunum 1999 til 2016. Er talið að Klette og tveir aðrir,  Ernst-Volker Staub og Burkhard Garwed, hafi haft milljónir evra upp úr ránum á þessum tíma. Þau létu að sér kveða árið 2016 þegar peningaflutningabíll var rændur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera