Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Serbíu. Leikurinn hefst klukkan 14:30 á Kópavogsvelli.
Fyrri leikurinn, sem fór fram í Serbíu, endaði með 1-1 jafntefli. Endi leikurinn á Kópavogsvelli með jafntefli, verður gripið til framlengingar og vítaspyrnukeppni ef svo ber undir.
Það lið sem vinnur sigur í leiknum mun leika í A-deild í undankeppni EM 2025 en liðið sem tapar mun leika í B-deild.