Gary Neville sérfræðingur Sky Sports heldur því fram að Sir Jim Ratcliffe og hans hópur hafi nú þegar ákveðið hvort Erik ten Hag verði rekinn í maí eða ekki.
Ten Hag er tæpur á að missa starfið eftir rétt tæp tvö ár í starfi, Ratcliffe hefur tekið yfir félagið og ræður því sem gerist næst.
Neville segir að félagið sé búið að ákveða hlutina. „Þeir hafa fengið Berrada frá City sem stjórnarformann og svo vilja þeir fá Dan Asworth frá Newcastle. Þeir munu taka ákvörðun um framtíð Ten Hag og hafa líklega gert það,“ segir Neville.
„Ég held að Jim Ratcliffe og Dave Brailsford hafi þegar tekið þessa ákvörðun, ég trúi ekki að félagið bíði eftir niðurstöðu tímabilsins.“
„Vandræði United hafa síðustu tíu árin verið þau að félagið vinnur ekki fram í tímann, tekur lélegar ákvarðanir og er ekki að hugsa til framtíðar. Það gerist ekki núna.“