Steven Fo Sieeuw, frændi Virgil van Dijk segir að faðir leikmannsins hafi ekkert viljað með uppeldi hans að gera. Það sé ástæða þess að varnarmaðurinn knái ber ekki nafn hans á bakinu.
Hollenski miðvörðurinn er líklega besti varnarmaður fótboltans í dag en hann hefur í gegnum árin alltaf verið með fyrra nafn sitt á treyjunni.
Ástæðan er sú að faðir hans var ekkert með í uppeldinu. „Hann og móðir hans skildu, þau áttu saman þrjú björn og Virgil er eitt þeirra,“ segir frændinn í samtali við hollenska miðla.
„Sannleikurinn er sá að í svo mörg ár, mörg mikilvæg ár í uppeldi hans þá var hann ekki til staðar. Móðirin er hetjan í þessari sögu.“
„Það tekur enginn nafn föður síns af treyjunni án ástæðu, Virgil hefur alveg látið það í ljós hvernig honum líður með þetta.“
Í Hollandi líkt og flestum Evrópulöndum er það eftirnafn föðurins sem börnin taka upp.