fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamila Grabska, 36 ára kona á Írlandi, fær engar bætur eftir að hafa lent í bílslysi árið 2017. Grabska hafði farið fram á að fá um 100 milljónir króna vegna áverka sem hún hlaut eftir að bíl var ekið aftan á bifreið hennar.

Kamila hélt því fram að áverkar, meðal annars á hálsi og í baki, hefðu gert það að verkum að hún væri óvinnufær og ófær um að halda á börnunum sínum. Hún hætti í vinnunni eftir slysið og hélt því fram að slysið hefði valdið henni gríðarlegu tekjutjóni til lengri tíma litið.

Ekki var þó allt sem sýndist því eftir að málið kom til kasta dómstóla kom upp úr krafsinu ljósmynd sem sýndi Kamilu í keppni þar sem hún var að kasta jólatré. Myndin var tekin um ári eftir slysið og miðað við hana var Kamila ekki illa þjáð þegar myndin var tekin. Endaði hún meðal annars á að vinna keppnina í kvennaflokki.

Carmel Stewart, dómari í málinu, sá sér ekki annað fært en að vísa málinu frá enda var um að ræða tveggja metra hátt tré. Þótti Stewart augljóst að Kamila væri að ýkja varðandi meiðslin sem hún hlaut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?