fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2018 lá maður einn fyrir dauðanum á Fjóni í Danmörku. Vinur hans nýtti tækifærið til að taka sem svarar til tæplega 8 milljóna íslenskra króna út af bankareikningi mannsins. Þetta gerði hann á meðan hann lá á banabeðinum og eftir að hann var dáinn.

Í ákæru á hendur manninum kemur fram að hann hafi tekið peninga út með greiðslukorti vinarins sem og að hafa millifært peninga af reikningi hans í netbanka.

Þetta gerðist 2018 en það var ekki fyrr en í nú í febrúar sem málið kom fyrir dóm. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem er 48 ára, að hann hafi notað peningana til að kaupa fíkniefni fyrir deyjandi vin sinn.

En hvorki saksóknari né ættingjar hans látna gefa mikið fyrir þessa skýringu. Ættingi hins látna kom fyrir dóm og sagði að hann hefði aldrei neytt fíkniefna né verið alkóhólisti.

Í dómsniðurstöðu segir að framburður mannsins hafi verið samhengislaus og ótrúverðugur. Hann var því fundinn sekur um stórfelldan fjárdrátt og skjalafals.

Hann var dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í eitt ár. Auk þess var hann dæmdur til að greiða ættingjum hins látna sem svarar til átta milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?