fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Hæstaréttarlögmaður segir landið vera stjórnlaust – „Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 20:50

Sævar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður segir Ísland vera stjórnlaust á mörgum sviðum og mikil þörf sé á kjarkmiklum stjórnmálamönnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

Sævar segir ríkisstjórnina minna á hjón sem hafa ákveðið að skilja en hanga saman tímabundið út af börnunum. Algjört stjórnleysi ríki í innflytjendamálum,  heilbrigðismálum, öldrunarmálum, samgöngumálum og efnahagsmálum:

„Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum.

Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir.“

Sævar segir að embættismannakerfið þrífist vel við aðstæður sem þessar, það megi sjá í nýlegu dæmi um bónuskerfi hjá skattinum, „þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist – því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim.“

Sævar kallar eftir því að kjarkmiklir stjórnmálamenn stigi fram til að móta framtíðarstefnum í þeim málaflokkum þar sem glundroði ríki núna. Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Fréttir
Í gær

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans
Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“
Fréttir
Í gær

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Í gær

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut