fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Græddi stórfé á því að hlera eiginkonuna

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 20:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Texas, Tyler Loudon að nafni, er sagður hafa grætt um 1,76 milljónir dollara (tæplega 230 milljónir króna) á innherjaviðskiptum eftir að hann hleraði símtöl eiginkonu sinnar þar sem hún ræddi um yfirvofandi kaup vinnuveitanda hennar á öðru fyrirtæki.

Eiginkonan var í öll þessi skipti að sinna starfi sínu á heimili hjónanna. Hún starfaði hjá orkufyrirtækinu BP og var í símtölunum að ræða yfirvofandi kaup þess á fyrirtækinu TravelCenters of America. Eiginmaður hennar keypti hlutabréf í síðarnefnda fyrirtækinu, án vitneskju eiginkonunnar, áður en tilkynnt var opinberlega um kaupin fyrir um ári.

Við tilkynninguna hækkuðu hlutabréf í TravelCenters of America um 71 prósent og skömmu seinna seldi Loudon bréfin með þeim ágóða sem áður hefur verið greint frá.

Fjámálaeftirlitið í Bandaríkjunum segir hann hafa misnotað traust eiginkonu sinnar og þá staðreynd að hún skuli hafa verið að vinna í fjarvinnu á heimili þeirra. Stofnunin hefur lagt fram kæru á hendur Loudon.

Það var NBC sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera