fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 19:59

Unnur Óla hefur unnið hörðum höndum að byggja sig upp síðustu mánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullsmiðurinn, einkaþjálfarinn og fitnesskeppandinn Unnur Kristín Óladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hún snýr til baka á keppnissviðið í maí eftir fimm ára pásu. Undanfarna mánuði hefur hún unnið hörðum höndum að því að byggja sig upp, bæði líkamlega og andlega, eftir mjög erfitt tímabil. Hún missti matarlystina, átti erfitt með að finna gleðina og brosa. Hún hvetur fólk til að hugsa áður en það dæmir, sérstaklega áður en það segir eitthvað við viðkomandi, en fólk veit sjaldnast hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Í tilfelli Unnar varð mikill munur á henni líkamlega þegar hún var að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil. Meirihluti skilaboða sem hún fær á samfélagsmiðlum er jákvæður en hún man sérstaklega eftir einu atviki þar sem kona fann sig knúna til að segja Unni hvað henni fannst um útlit hennar.

Hún ræðir þetta og margt annað í þættinum sem má horfa í heild sinni hér. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Núna síðustu tvö árin hef ég verið að upplifa andlega vanlíðan í fyrsta skipti. Ég hafði alltaf fyrir það verið svo hress og kát, lífið svo geggjað,“ segir Unnur.

„Þetta var alveg ömurlegt. Ég vissi ekkert hver ég var lengur, það var ótrúlega erfitt að finna gleðina og það var erfitt að brosa. Ég var búin að fjarlægjast fólkið mitt, algjörlega komin á botninn. Bæði líkamlega og andlega. Þannig ég ákvað bara að gera eitthvað í því. Standa á fætur og rífa mig upp af þessum botni. Og það er að takast hægt og rólega, einn dag í einu.“

Unnur Óla hefur náð ótrúlegum árangri síðustu mánuð. Myndin til vinstri var tekin í fyrra en myndin til hægri nýlega.

Eins og fyrr segir hefur Unnur unnið hörðum höndum að byggja sig upp. Til að byrja með þurfti hún að pína ofan í sig mat og stillir klukku fjórum sinnum á dag til að minna sig á að borða.

„Ég á mjög erfitt með að bæta á mig fitu, það hefur aldrei verið vandamál en það er vandamál núna. Því líkaminn er í svona smá stress ástandi, en vöðvarnir eru að taka til sín og þá bara vinnum við með það. Ég er að borða alveg ótrúlega mikið,“ segir Unnur.

Unnur Óladóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Sárt að fá svona skilaboð

Fyrir ekki svo löngu fékk hún skilaboð frá konu sem fann sig knúna til að segja Unni hvað henni þætti um útlit og líkama hennar eftir að Unnur hafði birt mynd af sér á Instagram eftir æfingu.

„Ég vil samt taka það fram að ég fæ 99,9 prósent bara jákvæðar og mjög hvetjandi og fallegar athugasemdir. En þetta stakk mig samt svo mikið, því þetta er minn veikleiki núna. Að vera svona ótrúlega lág í fituprósentu. Sumum finnst erfitt að heyra það því sumum langar að vera þannig. Það var kona sem sagði: „Þú veist að það er ekki heilbrigt fyrir konu að líta svona út.“

Ég ákvað að vera fúl og reið í nokkra klukkutíma og svo bara setti ég það á bak við mig. En það sem stuðaði mig var því þetta var viðkvæmt fyrir mig. Því ég er að reyna að byggja mig upp og bæta á mig, það er mjög leiðinlegt að heyra: Það er ekki heilbrigt að líta svona út. Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Fylgstu með Unni á Instagram. Hún er dugleg að deila ferlinu með fylgjendum. Hún er hvetjandi og sýnir allt, ekki bara glansmyndina.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Hide picture