fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Anna Fanney gerði allt vitlaust: „Ég þurfti að halda mér í – ég hef aldrei lent í svona. Þú ert ótrúleg!“

Tólf ára stúlka sló í gegn í Ísland Got Talent – Dómararnir voru orðlausir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. febrúar 2016 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann sagði að Anna Fanney væri hugrökk áður en hún hóf sönginn.
Erfitt lag Jakob Frímann sagði að Anna Fanney væri hugrökk áður en hún hóf sönginn.

Anna Fanney, tólf ára, gerði allt vitlaust í Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún söng lagið If I Ain‘t Got You með Aliciu Keys. Óhætt er að segja að þessi stórefnilega söngkona hafi komið á óvart með frammistöðu sinni.

„Þú ert hugrökk. Þetta er ekkert auðvelt lag að syngja,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, einn dómara þáttarins, þegar Anna Fanney tilkynnti hvaða lag hún ætlaði að syngja.

Salurinn ærðist úr fögnuði þegar Anna hóf sönginn og sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir, dómari, einfaldlega: „Þegiðu!“

Ágústa Eva var hrifin af flutningi Önnu, eiginlega orðlaus.
Undrandi Ágústa Eva var hrifin af flutningi Önnu, eiginlega orðlaus.

Jakob Frímann ýtti svo á gullhnappinn en á hann mega dómarar ýta ef þeir sjá eitthvað virkilega sérstakt atriði. Og óhætt er að segja að Anna Fanney hafi staðið undir því og gott betur en það.

„Ég hef aldrei heyrt tólf ára stúlku syngja svona áður og þegar maður heyrir svona rödd þá finnur maður sig knúinn til að ýta á gullhnappinn,“ sagði Jakob Frímann og bætti Dr. Gunni við að hún væri „fáránlega góð.“

„Ég þurfti að halda mér í – ég hef aldrei lent í svona. Þú ert ótrúleg,“ sagði Ágústa Eva á meðan Marta María Jónasdóttir sagðist hafa fengið „svo mikla gæsahúð að annað eins hafi bara ekki sést“. Anna Fanney sagði við MC Gauta, sem kynnir þættina, að hún væri í sjokki.

Magnaðan flutning Önnu Fanneyjar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“