fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Alonso númer eitt og Tuchel númer tvö – ,,Hann væri næstur á mínum lista“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. febrúar 2024 22:30

Tuchel og Sissi Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool leitar nú að nýjum þjálfara en Jurgen Klopp hefur gefið það út að hann sé á förum eftir tímabilið.

Xabi Alonso, stjóri Leverkusen, er helst orðaður við starfið en liðið er með öruggt forskot á toppi deildarinnar í Þýskalandi þessa stundina.

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, er afar hrifinn af Alonso en er með hugmynd fyrir Liverpool ef Spánverjinn reynist ekki fáanlegur í sumar.

,,Að mínu mati er Xabi Alonso alltaf númer eitt í röðinni og þá sérstaklega ef hann vinnur Bundesliguna,“ sagði Berbatov.

,,Alonso mun líklega taka næsta skref og fara til Liverpool, hann mun reyna að sanna það að árangurinn hafi ekki verið nein heppni.“

,,Ef þeir geta ekki fengið hann þá eru aðrir stjórar á markaðnum eins og Thomas Tuchel. Hann væri næstur á mínum lista ef Alonso er ekki fáanlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?