fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

Eyjan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi fylgst með umræðunni á Facebook og öðrum netmiðlum. Ótrúlega mikið af æstu fólki  lifir og hrærist í tölvuheimum með sterkar skoðanir á öllu sem gerist. Tíminn með öllum sínum takmörkunum er ekki til í heimi þessa fólks sem les og skrifar á öllum tímum sólarhringsins. Ekkert mál er svo ómerkilegt að það sé því óviðkomandi.

Ég rannsakaði fyrir nokkrum árum stjórnmálaumræðuna og Jónas Jónsson frá Hriflu og samtíð hans. Pólitískar deilur millistríðsáranna einkenndust af miklum gífuryrðum og svigurmælum. Menn hikuðu ekki við að kalla andstæðinga sína geðveika eða heimska dverga. Botnlausar svívirðingar dundu á Halldóri Laxness enda lá hann sérlega vel við höggi. Lífið einkenndist af endalausum meiðyrðamálum. Þessi illmælgishefð stendur reyndar á gömlum merg. Þegar Skarphéðinn fór í liðsbón á Alþingi svívirti hann alla helstu höfðingja landsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Umræðan varð þó smám saman kurteislegri á liðinni öld og stóryrðin skruppu saman með tímanum.

Það er sérlega gleðilegt að netverjar hafi leitað í þjóðararfinn og dregið aftur fram stóru sleggjurnar. Í yfirstandandi mótmælum vegna stríðsins á Gaza eru ráðherrar Íslands kallaðir barnamorðingjar og nauðgarar. Þeir sem reyna að færa umræðuna til kurteislegra horfs eru kallaðir vitorðsmenn með glæpastarfsemi og meðsekir í fjöldamorðum. Fremst í fúkyrðaflaumnum gengur hugsjónafólk úr háskólasamfélaginu þar sem víðsýnin er ríkjandi.

Mig langar til að þakka þessu ósérhlífna fólki sem eyðir ævinni fyrir framan tölvuskjáinn bölvandi og ragnandi í vondu skapi. Engin rök hreyfa við því og það óttast hvorki magasár né hjartaáfall. Áhyggjufullur lesandi veltir því fyrir sér hvort það sé ekki að missa af einhverju skemmtilegu í slíkri þrásetu við tölvuskjá? Verst er þó að smám saman missa gífuryrðin marks og fara að þýða akkúrat ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim