Manchester City kemur að því að byggja 63 milljarða króna höll í Manchester en um er að ræða eina flottustu höll í heimi.
Höllin mun taka 23,500 í sæti og verður hún formlega opnað í apríl.
City Football Group sem á Manchester City fjármagnar stóran hluta af höllinni sem er nálægt Ethiad vellinum þeirra.
Harry Styles sem var í One Direction er einn af þeim sem kemur að höllinni sem verður vinsæll tónleikastaður.
Þá er búist við að stórir bardagar í hnefaleikum og UFC muni fara fram þar.