fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Íslenskir feðgar í tilfinningaríku myndbandi grískrar þungarokkssveitar – „Ég er djöfulli sáttur“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 21:00

Myndbandið er hádramatískt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir feðgar, Jón Gestur Björgvinsson og Óðinn Rafn Jónsson Snædal, léku nýverið í myndbandi fyrir grísku þungarokkssveitina Rotting Christ. Jón Gestur segist mjög ánægður með útkomuna og myndbandið er tilfinningaþrungið.

„Ég er djöfulli sáttur. Ég neita því ekki að þetta er ansi flott útkoma,“ segir Jón Gestur um myndbandið sem var frumsýnt á þriðjudag.

Myndbandið er fyrir lagið „Like Father, Like Son“ og var tekið upp á Íslandi. Sýnir það feðgana í víkingaklæðum æfa bardaga í stórbrotnu landslagi.

Reyndur í víkingabransanum

Aðspurður um hvernig það hafi komið til að feðgarnir léku í myndbandinu segir hann það hafa verið fyrir kunningjaskap og fyrri reynslu. Vinafólk hans hafi flutt til Finnlands og komist í kynni við leikstjórann Vesa Ranta, sem var að leita að leikurum fyrir myndbandið á vegum finnska framleiðslufyrirtækisins Kaira Films.

Jón Gestur hefur verið lengi í víkingabransanum.

„Þau stungu upp á okkur því ég er búinn að vera í víkingabransanum í einhver tíu tólf ár, í Rimmugýgi. Vera að berjast, skemmta túristum og hitt og þetta. Ég hef einnig verið aukaleikari,“ segir Jón Gestur. En Rimmugýgur er víkingafélagið í Hafnarfirði sem sér meðal annars um Víkingahátíðina á hverju sumri.

Faðir að miðla reynslu til sonar

Leikstjórinn hafði samband við Jón Gest og úr varð að þeir feðgar myndu leika í myndbandinu og var það tekið upp í október á síðasta ári. Óðinn Rafn var þá sextán ára gamall.

Jón Gestur segir að í upphafi hafi þó ekki einu sinni verið ákveðið að hafa víkingaþema í því. Ýmislegt hafi komið til greina.

„Við spjölluðum saman og hentum hugmyndum á milli um hvað við gætum gert í myndbandinu,“ segir Jón Gestur. „Hugmyndin sem við vorum að spila helst með var faðir að miðla reynslu til sonar.“

Svartmálmur af gríska skólanum

Eins og sést er myndbandið mjög dramatískt og hlaðið tilfinningum. Stórbrotið landslagið skemmir heldur ekki fyrir. En myndbandið var að stærstum hluta tekið upp í kringum Vík í Mýrdal, við Hjörleifshöfða, í Reynisfjöru og í innsveitum við Vík. En einnig að einhverju leyti á Suðurnesjum.

Bræðurnir Sakis og Thermis Tolis hafa plægt þungarokksakurinn í meira en þrjá áratugi með Rotting Christ. Mynd/Getty

„Þeir í Rotting Christ vildu sérstaklega að myndbandið yrði tekið upp hér á landi eftir að þeir komu hingað fyrir um tíu árum síðan,“ segir Jón Gestur.

Rotting Christ, sem spila svartmálm af gríska skólanum, komu til Íslands árið 2015 og léku á rokkhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað. Jón Gestur segist hafa hlustað á sveitina aðeins í gegnum tíðina, einkum í kringum komu þeirra til Íslands en þá var hann að skrifa tónlistargreinar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom