Bæði eiga þau íbúð í sama húsinu í Hyde Park í London og kynntust í teboði sem Cruise hélt fyrir vini sína og vandamenn undir lok síðasta árs.
Mikill aldursmunur er á Cruise og Elsinu en hann er 61 árs og hún 36 ára. Þau höfðu farið á nokkur stefnumót í London síðustu vikur og leigði Cruise til dæmis Novikov-veitingastaðinn fyrir þau tvö eina kvöldstund. Cruise hefur nú ákveðið að kalla þetta gott.
Elsina á tvö börn úr fyrra sambandi og segir heimildarmaður The Sun að parið hætti saman í góðu. Bæði eigi íbúð í sama húsi og vilji gjarnan halda áfram að vera vinir.
Tom Cruise er nú við tökur á enn einni Mission: Impossible myndinni en hún er væntanleg í kvikmyndahús árið 2025. Hann hefur í auknum mæli varið tíma sínum í London undanfarin misseri og virðist kunna betur við sig þar en í Bandaríkjunum.