The O.C. voru gífurlega vinsælir þættir upp úr aldamótum og komu út fjórar þáttaraðir frá 2003 til 2007. Mischa lék Marissu Cooper og Ben lék Ryan Atwood, persónur þeirra áttu í ástarsambandi í þáttunum. Nú í fyrsta sinn hefur leikkonan staðfest að þau hafi einnig átt í ástarsambandi á bak við tjöldin. Orðrómur um slíkt var á kreiki á sínum tíma en þau bæði ítrekað neituðu.
Mischa var aðeins sautján ára þegar hún var í sambandi með Ben, sem þá var 25 ára. „Ég byrjaði í þessu þáttum sem hrein mey, sem krakki,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy.
„Ég var að leika með fólki sem var eldra en ég. Smá svona: „Þau vita hvað þau eru að gera. Það verða sambönd í þessum þætti og þú þarft að spila þitt hlutverk.“ Mér fannst ég ekki tilbúin í það.“
Mischa er í dag 38 ára og horfir á þetta tímabil í öðru ljósi núna. Samband hennar og Ben var fyrsta samband hennar. „Ég hafði ekki hugmynd hvað ég var að gera.“
„Fólk deitar í þessum þáttum, þessir hlutir gerast, en þetta gerðist mjög hratt hjá okkur. Og síðan þegar fólk hættir saman og það sér þig deita annað fólk. Þetta var alræmt hjá okkur, allir voru að deita og fólk sífellt að hætta og byrja saman.“
Mischa segir að þau hafi verið byrjuð saman áður en fyrstu þáttaröð lauk. „Það var yfirþyrmandi og ég var ekki tilbúin,“ segir hún.
Hún segir að framleiðendur þáttanna hafi haft áhyggjur af sambandi þeirra vegna aldursmunar þeirra. „Þeir töluðu við foreldra mína, það var svaka dæmi.“
Bæði Mischa og Ben hafa í gegnum árin alltaf neitað að hafa átt í ástarsambandi. Þetta er því í fyrsta sinn sem annað þeirra viðurkennir það.
Sjá einnig: Afhjúpa raunverulegu ástæðuna fyrir atriðinu sem gerði allt brjálað
Mischa Barton fór með hlutverk Marissu og var elskuð af áhorfendum og kom því skyndileg brottför hennar í lok þriðju þáttaraðar mörgum á óvart. Framleiðendur þáttanna greindu frá því í fyrra að þeim hafi fundist þeir tilneyddir að gera eitthvað dramatískt til að halda þáttunum í loftinu.