fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Ólafur Egils illur: „Mér finnst þetta grátleg skammsýni, léleg stjórnsýsla og bara… heimska“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 20:30

Ólafur Egilsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Egilsson, leikari, leikstjóri og leikskáld, er á meðal margra sem stunda sundlaugar borgarinnar og eru ósáttir við skertan opnunartíma. Í nýjum pistli á Facebook-síðu sinni fordæmir Ólafur þá ákvörðun borgaryfirvalda að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma úr kl. 22 í 21.

Ólafur bendir á að þetta gerist á sama tíma og þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Telur Ólafur það skárri kosti að hætta að veita erlendum heldri borgurum gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum eða hækka gjaldskrána, en að halda skerðingu opnunartíma til streitu.

„Mér finnst þetta grátleg skammsýni, léleg stjórnsýsla og bara… heimska, hreint út sagt. Það kostar 3 milljarða að reka sundlaugarnar. Það á að skerða þjónustuna um 7% til að spara 0,6% af rekstrarkostnaði,“ segir Ólafur og bendir á ýmislegt sem mætti frekar spara en að skera þennan klukkutíma aftan af opnunartíma sundlauganna, t.d. ráðgerða styttu af tónlistarkonunni Björk.

Einnig spyr hann vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hafi hækkað um 30% milli ára. Hann spyr líka hvort það hafi verið nauðsynlegt að halda 2,2 milljóna króna kaffiboð þegar skipt var um borgarstjóra. Einnig bendir hann á að viðburðurinn „Stjórnendadagur borgarinnar“ sem haldinn var fyrir 450 manns í Hörpu hafi kostað 6,6 milljónir króna.

Hann spyr líka hvort nauðsynlegt sé að hafa 23 borgarfulltrúa og 8 varaborgarfulltrúa.

Síðan segir hann:

„Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?