fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 04:26

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöld eitt sat 51 árs kona við tölvuna sína og var að vinna. Skyndilega fékk hún mikið hóstakast og skrúfur, sem höfðu verið fastar í hnakka hennar, skutust út í gegnum munninn.

„Alveg ótrúleg saga,“ sagði Betsy Grunch, bandarískur taugaskurðlæknir, um málið í færslu á Facebook.

Fjallað var ítarlega um málið í vísindaritinu Journal of Spine Surgery en þar fóru þrír skurðlæknar nákvæmlega yfir það.

Fram kemur að mörgum árum áður en hóstakastið mikla reið yfir, hafi konan farið í aðgerð á sjúkrahúsi í Kentucky. Hún hafði lengi glímt við verki í hnakka og baki og fóru verkirnir versnandi. Af þeim sökum var ákveðið að gera aðgerð til að styrkja hálshryggjarliðina og gera þá stöðugri. Við þetta var notast við títaníum og skrúfur.

Ekki leið á löngu þar til konan átti erfitt með að kyngja. Fljótlega eftir að hún fór í rannsókn vegna þess, hurfu þau einkenni. En 18 mánuðum síðar varð hún að leggjast aftur inn á sjúkrahús og fara í rannsókn. Hún fór í röntgenmyndatöku sem leiddi í ljós að skrúfurnar í hálsi hennar höfðu losnað.

Henni var þá boði að velja á milli þess að leggjast inn á sjúkrahúsið og fara í aðgerð næsta dag eða fara heim. Hún valdi að fara heim og það var þá um kvöldið sem hún fékk fyrrgreint hóstakast og skrúfurnar þutu út um munninn.

Þetta voru tvær skrúfur og sjást þær á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Um leið og skrúfurnar komu út, hætti konan að eiga erfitt með að kyngja og verkirnir hurfu einnig. Hún fór samt á sjúkrahúsið og við rannsókn á henni sáu læknar að skrúfurnar, sem hún hóstaði upp, höfðu gert stórt gat á vélindað á leið sinni.

„Í læknaheiminum sjáum við ótrúlegustu hluti,“ skrifaði Grunch á Facebook og bætti við að hún hafi aldrei séð neitt þessu líkt í starfi sínu sem taugaskurðlæknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?