fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Trump breiðir klikkaða samsæriskenningu út – Tengir örlög Navalny við sjálfan sig

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 04:25

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var tilkynnt að rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefði látist í fangabúðum í Síberíu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kjölfarið að hann væri „reiður“ og varpaði ábyrgðinni á dauða Navalny á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

En Donald Trump, sem mun væntanlega takast á við Biden um forsetaembættið í kosningunum í nóvember, fór allt aðra leið og sakar Pútín ekki um eitt né neitt varðandi dauða Navalny. Hann tengir hins vegar örlög Navalny við sjálfan sig og settir nýlega fram ótrúlega samsæriskenningu.

Í færslu á Truth Social, sem er samfélagsmiðill í eigu Trump, skrifaði hann: „Skyndilegt andlát Navalny gerði mér enn betur ljós hvað er að gerast í landinu okkar. Það er hæg og markviss þróun með vinstrisinnuðum, öfgasinnuðum stjórnmálamönnum, saksóknurum og dómurum sem teyma okkur eftir vegi eyðileggingarinnar. Opin landamæri, kosningasvindl og hrikalega ósanngjarnar dómsniðurstöður EYÐILEGGJA BANDARÍKIN. VIÐ ERUM HNIGNANDI ÞJÓÐ, MISHEPPNUÐ ÞJÓÐ.“

Ekki er annað að sjá en hann sé að tengja örlög Navalny við sínar eigin hremmingar í bandarískum dómsölum.

Auk fyrrgreindra ummæli deilir hann langri samsæriskenningu sem var sett fram í miðlinum „Tippinsigts“ en í henni eru dauði Navalny, dómsmál Trump og vandamál Bandaríkjanna tengd saman á undarlegan hátt.

Inntakið í þessari undarlegu grein í „Tippinsigts“ er að Trump sé fórnarlamb ofsókna frá Biden og séu þær af sama meiði og þær ofsóknir sem Navalny sætti frá Pútín. Einnig er bent á að Navalny hafi „ítrekað komist í kast við rússnesk lög“ en á hinn bóginn hafi Trump ekki komist í kast við lögin. „Trump er ekki Navalny,“ segir í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?