fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Segir nagladekk ekki vera bestu vetrardekkin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Elíasson, skógarbóndi í Rauðsgili, birti grein í síðasta tölublaði Bændablaðsins en greinin var birt á vef blaðsins í gær. Í greininni færir Lárus rök fyrir að gagnstætt því sem margir hafa haldið fram séu nagladekk ekki öruggustu dekkin til aksturs að vetrarlagi.

Lárus segir að þessi staðreynd þýði minna slit á vegum og minni mengun. Hann furðar sig þó á því hversu lítið þetta hefur verið rætt:

„Þessi gleðitíðindi hafa litla athygli fengið, kannski vegna þess að gömul reynsla segir annað og mögulega er Pisa-læsi ekki bara slök hjá ungmennum, heldur hjá þeim eldri líka.“

Lárus færir rök fyrir máli sínu með því að vísa í prófun á dekkjum sem fjallað var um í 3. tölublaði FÍB blaðsins á síðasta ári en prófanirnar voru á vegum systursamtaka FÍB í Noregi og Svíþjóð.

Ónegld dekk komu betur út

Lárus segir að átta ónegld og átta negld vetrardekk hafi verið prófuð í sitt hvoru lagi. Í umfjöllun FÍB blaðsins sé hins vegar ekki dregin fram sú niðurstaða prófsins að bestu ónegldu dekkin hafi komið betur út en bestu negldu dekkinn:

„Reyndar eru þrjú bestu ónegldu vetrardekkin jafngóð eða betri en besta neglda vetrardekkið. Á sama skala má sjá að lélegustu negldu vetrardekkin eru skárri en lélegustu ónegldu vetrardekkin.“

Lárus segist ekki skilja af hverju ekki sé áhersla lögð á þessar niðurstöður í umfjöllun FÍB blaðsins:

„Af hverju þetta er ekki dregið fram er óskiljanlegt. Nema þá ef það samræmist ekki úreltum skoðunum einhverra hjá FÍB, sem þá birta niðurstöðu sem þau eru annaðhvort ekki (Pisa) læs á, eða kjósa að þegja yfir þar sem þær hugnast þeim ekki.“

„Niðurstaðan er samt sláandi. Ef þú vilt vera örugg, aktu þá á einu af bestu naglalausu vetrardekkjunum.“

Lárus segir að einhver kunni að andmæla sér með því að segja niðurstöður prófsins feli í sér heildarstigagjöf og eigi ekki við um akstur á ís. Samkvæmt prófinu hafi hins vegar besta neglda dekkið og þriðja besta óneglda vetrardekkið fengið sömu stigagjöf fyrir akstur á ís.

Lárus óskar þess að lokum að í umfjöllun sé stuðst við staðreyndir og rannsóknir en ekki gamlar bábiljur.

Grein Lárusar og niðurstöður prófsins í myndrænu formi má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi