fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Opna sig um vináttuna við barnaníðinginn – „Ég bara sat þarna og langaði að deyja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 10:41

Brian Peck, Rider Strong og Will Friedle.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir Rider Strong og Will Friedle, sem eru hvað þekktastir fyrir leik sinn í Boy Meets World, opna sig um vináttu sína við barnaníðinginn Brian Peck.

Boy Meets World voru mjög vinsælir þættir á tíunda áratug síðustu aldar og fóru Friedle og Strong með aðalhlutverkin ásamt Danielle Fishel og Ben Savage.

Fridle og Strong halda úti hlaðvarpinu Pod Meets World ásamt Fishel og ræddu þau um barnaníðinginn og leikarann Brian Peck í síðasta þætti.

Rider Strong, Ben Savage, Danielle Fishel, Will Friedle
Rider Strong, Ben Savage, Danielle Fishel og Will Friedle.

Skuggahliðar bransans

Peck var dæmdur fyrir að misnota óþekkta barnastjörnu hjá Nickelodeon árið 2004. Hann var dæmdur fyrir átta mismunandi kynferðisbrot og til sextán mánaða fangelsisvistar.

Glæpir Peck eru til umfjöllunar í nýrri heimildaþáttaröð, Quiet on Set: The Dark Side of Kids Television úr smiðju Investigation Discovery (ID).

Samkvæmt ID mun þáttaröðin „afhjúpa eitraða og hættulega menningu á bak við nokkra af frægustu barnasjónvarpsþáttum áranna 1990 til 2010.“

Sjá einnig: Skuggahliðar barnasjónvarpsins – „Þetta var eins og leyndarmál sem allir vissu“

Áður en glæpir Peck komu upp á yfirborðið lék hann í mörgum vinsælum þáttum á tíunda áratugnum, meðal annars kom hann fram í gestahlutverki í Boy Meets World í fimmtu þáttaröð sem var í loftinu frá október 1997 til maí 1998.

Rider Strong, Danielle Fishel and Will Friedle

Góðir vinir

Will Fridle segir í hlaðvarpsþættinum að hann hafi myndað sterkan vinskap með Peck.

„Þessi gaur var einhvern veginn búinn að skapa sér sess í lífi mínu,“ segir Fridle.

„Hann var svona gaur sem virtist vera frábær og fyndinn, góður í vinnunni og þú vildir hanga með honum. Ég hitti hann á hverjum degi, héngum saman á hverjum degi, töluðum saman á hvejrum degi.“

Rider Strong tekur undir og segir að hann hafi einnig orðið góður vinur Peck, þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Strong og Fridle voru um átján til tuttugu ára á þessum tíma og Peck var í kringum fertugt.

Segir að fullorðnir hefðu átt að spyrja spurninga

Danielle Fischel segir að hún man eftir því að Peck hafi viljað eyða sem mestum tíma með aðalleikurunum í Boy Meets World, sem var ólíkt öðrum gestaleikurum.

„Annað fullorðið fólk á tökustað hefði kannski átt að stoppa og spyrja: „Af hverju eruð þið að fara í hádegismat með þessum gaur? Af hverju er þessi gaur að fara í partý hjá Rider?““ segir hún og bætir við að margt fullorðið fólk hafi óttast að segja eitthvað því Peck er samkynhneigður og það vildi ekki líta út fyrir að vera fordómafullt.

„Það var örugglega hluti af þessu. En þau hefðu átt að segja: Þetta er óviðeigandi, hvort sem þú ert samkynhneigður eða ekki. Þetta snýst um að setja mörk milli fullorðinna og barna.“

Þau sögðu að Peck hafi sýnt drengjunum á tökustað mun meiri athygli en stelpunum.

Brian Peck
Brian Peck.

Stóðu með honum

Peck var sakaður um barnaníð árið 2003 og bað Fridle og Strong um að styðja hann í dómsal, sem þeir gerðu. Þeir sjá mikið eftir því í dag, að hafa staðið þétt við bak barnaníðings svona opinberlega.

„Við sátum í dómsal, vitlausum megin og móðir þolandans sneri sér við og sagði: „Sjáðu allt fræga fólkið sem þú komst með, það breytir ekki því sem þú gerðir barninu mínu,“ segir Fridle.

„Ég bara sat þarna og langaði að deyja.“

Þrátt fyrir það skrifuðu þeir jákvætt bréf um karakter Peck til dómarans í málinu. Þeir sjá einnig eftir því.

„Við fengum ekki að heyra alla söguna, en það breytir því ekki að við gerðum þetta. Ég get ekki komið því í orð hvernig mér líður með þetta allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl