fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Söngvarar ánægðir með væntanlega Þjóðaróperu

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram komnu frumvarpi um stofnun Þjóðaróperu er fagnað.

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða merkan áfanga í sögu sönglistar á Íslandi. Félagið lýsi eindregnum stuðningi við þau áform sem fram komi í frumvarpinu um stofnun Þjóðaróperu.

Klassís bindi miklar vonir við að frumvarp þetta verði að lögum sem fyrst. Enda hafi það lengi verið eitt helsta keppikefli innan óperugeirans á Íslandi að tryggja starfsgrundvöll söngvara eða allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu um fastráðningar söngvara við Þjóðleikhúsið fyrir tæpum 70 árum.

Í tilkynningunni segir enn fremur að með frumvarpinu verði óperulistin lögbundið sviðslistaform til jafns við leiklist og danslist. Með samlegð við Þjóðleikhúsið skapist grundvöllur til samfelldrar starfsemi, fastráðninga söngvara, fjölbreyttra atvinnutækifæra fyrir söngvara og ýmsa aðra hópa listamanna og spennandi möguleikar til nýsköpunar og framþróunar óperulistformsins, sem muni loks njóta jafnræðis á við leiklist og danslist.

Frumvarpið kveður á um að Þjóðaróperan verði undir hatti Þjóðleikhússins en ráðinn verði sérstakur stjórnandi óperunnar sem muni þó heyra undir þjóðleikhússtjóra. Gert er ráð fyrir að óperan geti ráðið í 12 stöðugildi fyrir einsöngvara og því ljóst að verði frumvarpið að lögum mun það veita klassískum söngvurum aukin atvinnutækifæri hér á landi.

Íslenska óperan sem haldið hefur úti óperflutningi í tæpa hálfa öld mun hætta starfsemi eftir niðurskurð á fjárframlögum ríkisins til hennar. Stjórn hennar lýsti yfir óánægju með að Þjóðaróperan yrði ekki reist á grunni Íslensku óperunnar eins og rætt hefði verið. Það stefnir því allt í að á meðan Þjóðaróperan hefur ekki verið stofnuð verði lítilli sem engri starfsemi sem tengist flutningi á óperum haldið úti á Íslandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“