Rafael Benitez hefur viðurkennt það að hann sé opinn fyrir því að taka við enska landsliðinu í framtíðinni.
Benitez þekkir vel til Englands en hann hefur þjálfað Liverpool, Chelsea og Newcastle þar í landi.
Í dag er Benitez þjálfari Celta Vigo á Spáni en starf Englands er ekki opið þessa stundina þar sem Gareth Southgate situr í stjórastólnum.
Enskir stuðningsmenn hafa tjáð sig eftir ummæli Benitez en þeir hafa nákvæmlega engan áhuga á að sjá hann taka við.
,,Þetta er alltaf hættuleg spurning þegar það er nú þegar þjálfari í þessu starfi sem gerir mjög vel. Okkar samband er mjög gott,“ sagði Benitez.
,,Ég væri til í að þjálfa landslið sem getur unnið titla, að tapa hefur slæm áhrif á mig. Þegar þú ert í liði sem er ekki mikið í að tapa þá verðuru vanur því að vinna hluti.“
,,Ég væri til í að þjálfa landslið sem sem getur afrekað ákveðna hluti.“