fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ferðamaður kvartaði undan þessu á Íslandi en fékk litlar undirtektir annarra ferðamanna

Fókus
Mánudaginn 19. febrúar 2024 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópnum Reykjavik, Iceland Travel & Vacation spyrja ferðamenn meðal annars aðra ferðamenn ráða um hvernig best sé að haga ferðum sínum um Ísland og segja einnig frá upplifun sinni á Íslandi. Um nýliðna helgi setti ferðamaður færslu í hópinn þar sem hann gerði athugasemd við tíða gjaldtöku og myndavélaeftirlit á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði á landinu. Færslan fékk þó takmarkaðar undirtektir meðal annarra ferðamanna í hópnum. Flestir sem skrifuðu athugasemdir við færsluna sýndu gjaldtökunni skilning.

Maðurinn sem skrifaði færsluna segist hafa komið oft til Íslands og notið ferðarinnar í hvert sinn. Hann segist hafa orðið var við fjölgun myndavéla og aukna gjaldtöku á bílastæðum við helstu ferðamannastaði (e. attraction). Hann segist sýna því skilning að annast þurfi viðhald á bílastæðum og annars staðar við þessa staði en þegar gjaldið sé um 1000 krónur á hverjum stað sé það fljótt að safnast saman ef nokkrir staðir eru heimsóttir sama daginn.

Hann segir það sína persónulegu skoðun að fossar og önnur náttúrufyrirbrigði tilheyri náttúrunni og séu ekki þar til að einhver geti sett upp myndavélar og tekið upp gjaldtöku. Þessi fyrirbrigði hafi komið til sögunnar löngu á undan þessum aðilum.

Græðgi eða eðlileg innheimta?

Maðurinn spyr hvað öðrum í hópnum finnst um þessar hugleiðingar sínar og óhætt er að segja að sjónarmiðin sem lesa má í athugasemdum við færsluna séu flest andstæð hans sjónarmiðum.

Ein kona segir að vissulega tilheyri umræddir staðir náttúrunni en séu allir þó á landi sem einhver eigi og hin aukna aðsókn ferðamanna valdi auknum kostnaði fyrir þessa landeigendur. Höfundur færslunnar svarar því hins vegar til að í ljósi þess að nokkur hundruð þúsund gestir sæki umrædda staði árlega sé ekki um eðlilega innheimtu vegna kostnaðar við t.d. viðhald að ræða heldur hreina græðgi.

Önnur kona spyr ef enginn sé gjaldtakan hvernig eigi þá að fjármagna til að mynda tínslu á rusli og viðhald á göngustígum.

Karlmaður spyr höfund færslunnar af hverju ferðamenn ættu að fá að ganga alveg ókeypis um land í einkaeigu og skilja landeigendur eftir með rusl, skemmdir og tilheyrandi kostnað.

Annar maður vísar í að algengt sé í öðrum löndum að gjald sé tekið á vinsælum ferðamannastöðum og þá ekki síst við þekkt náttúrufyrirbrigði.

Ein kona segir að gjöldin séu lág því í staðinn fái ferðamenn minningar sem endist þeim út ævina.

Önnur kona segir að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum á sumum stöðum og það sé dýrt að viðhalda aðstöðu fyrir þá, þess vegna sé eðlilegt að þeir borgi.

Í nýjustu athugasemdinni skrifar maður nokkur einfaldlega að ferðamenn séu einfaldlega að elska kæfa Ísland með ást sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?