fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Stefán orðlaus eftir það sem hann sá um helgina: „Ég væri búinn að reka ykkur öll“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 10:30

Stefán segir að Einhamar Seafood sé í hættu á að leggjast af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri Einhamar Seafood í Grindavík, er ómyrkur í máli um þá stöðu sem uppi er í Grindavík og nágrenni vegna atburða síðustu mánaða.

Atvinnurekendur eru ósáttir við aðgengi að vinnustöðvum og verðmætabjörgun en á sama tíma segir Stefán að túristar fái að valsa upp á varnargarða og fjölmenna í Bláa lónið.

Stefán skrifaði harðorða færslu á Facebook um helgina sem vakti mikla athygli. Benti Stefán á að Einhamar Seafood vinni og flytji út ferskan hágæða fisk; þorsk og ýsu í flugi til Ameríku, Bretlands, Frakklands og víðar. Varan sé eftirsótt og rómuð fyrir gæði og hæsta verð greitt fyrir, enda mikið afhendingaröryggi og framleiðsluferlið hátæknilegt.

„Veltan er 3.1 milljarður í dýrmætum erlendum gjaldeyri, störfin er 60, laun og tengd gjöld nema 1.160 milljónum og eru ein hæstu meðallaunin í Íslenskum sjávarútvegi.

Árangurinn er starfsfólkinu okkar að þakka sem þrotlaust vinnur langan vinnudag af elju og trúmennsku í síkvikulu starfsumhverfi, heiðurinn er þeirra allan tímann,“ sagði Stefán sem benti þó á þá staðreynd að Einhamar Seafood sé í stórkostlegri hættu að leggjast af.

„Viðskiptasambönd til tuga ára eru í hættu, þekking og reynsla tapast og starfsöryggi fólksins okkar er í miklu uppnámi,“ sagði Stefán sem fór til Grindavíkur um helgina ásamt föður sínum sem er að verða 96 ára.

„Við fögnuðum heimkomu með vindli og gintussu og fórum síðan á rúntinn. Bærinn okkar var hljóður og nánast mannlaus en því var ekki að heilsa við Bláa Lónið. Þar var ekki þverfótað fyrir rútum og bílum og svo túristum á planinu og á svæðinu í kring. Túristar voru útí hrauni að skoða nýja hraunið, þeir voru upp á varnargörðunum að taka selfí, Dusterar þveruðu nýgerða vegina við garðana, Dusterar voru í vegköntum og flæktust fyrir stóru búkollunum. Mér er orða vant,“ segir Kristján í færslu sinni og er hugsi.

„Er gjaldeyririnn sem fiskvinnslurnar okkar í Grindavík skapa minna virði en Bláa Lónsins ..

Eru störfin okkar í Grindavík minna virði en láglaunastörfin í Bláa Lóninu ..

Afhverju er Grindvíkingum ekki treyst fyrir viðveru á heimilum sínum og fyrirtækjum á meðan túristar ganga lausir á hættusvæðum truflandi vinnandi fólk og eru fyrir stórvirkum flutningatækjum,“ spyr Stefán.

Hann bætir við að rýming taki tvær mínútur hjá í Einhamar Seafood og spyr svo: „Hvað tekur rýming langan tíma hjá 500 kínverjum berum í kísilpollinum eða sofandi á herbergjum Bláa Lónsins. Hverskonar ákvarðanir eru þetta eiginlega? Það er einna líkast að við sé að eiga óþekk börn sem taka ekki sönsum. Allavegana væri ég búinn að reka ykkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“