fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Björgvin Franz tekur geymdan 80´s smell – „Draumar geta ræst“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. febrúar 2024 16:50

Mynd: Hr. Eydís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hr. Eydís gaf út nýtt föstudagslag í dag og fengu gest til liðs við sig.

„Það er frekar sérstakur föstudagur í dag því það er aldeilis sérstakur gestur sem syngur með okkur. Eiginlega alveg einstakur, því það er snillingurinn Björgvin Franz Gíslason. Okkur hefur lengi langað að fá hann í heimsókn því ekki bara er hann drengur góður og frábær listamaður heldur er hann mikill ´80s maður.

Við ákváðum í sameiningu við Björgvin Franz að taka lagið Love & Pride með hljómsveitinni King og ætlum líka að sjálfsögðu að reyna að plata Björgvin Franz til þess að gesta með okkur á tónleikunum „Alvöru ´80s partý“ í Bæjarbíói 24. febrúar,“ segja félagarnir í Hr. Eydís.

Svo virðist sem Björgvin ætli að mæta því hann er alsæll með lagið og í færslu á Facebook segir hann draum sinn hafa ræst:

„Já draumar geta ræst! Ég hafði í rælni samband við Hr.Eydís enda mikill aðdáandi. Þeir voru svo almennilegir að leyfa mér að taka eitt af mínum uppáhald one hit wonders frá þessum dásamlega áratug og eins og þeir reyni ég að ná þessum einstaka raddblæ Paul King enda enginn með rödd eins og hann. Hef ekki enn fundið 80s cover band sem nær þessu sándi eins fullkomlega og Hr.Eydís og Örlygur getur sungið þá alla!!! Þeir eru einstakir (fyrir utan það hvað þeir eru skemmtilegir). Mæli með að þið fylgið þeim á samfélagsmiðlum og sjáið hvað þeir eru búnir að covera með fleiri frábærum gestasöngvurum. Njótiði helgarinnar og svo sjáumst við vonandi í Bæjarbíói laugardaginn 24.“

Mynd: Hr. Eydís

„Lagið smellpassar annars í flokkinn „one hit wonder“ enda er þetta eina lagið með sveitinni sem einhver man eftir. Love & Pride er ekki mikið spilað í dag og kannski man enginn yfir fertugu eftir þessu lagi, en á sínum tíma var þetta risastórt, enda alveg frábært lag! Lagið kom út upphaflega í apríl 1984 og varð ekkert sérstaklega vinsælt, bæði hljómsveitin og útgefandinn varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Hins vegar kom hljómsveitin fram og flutti lagið í einhverjum sjónvarpsþætti í lok árs 1984 og í kjölfarið freistaði útgáfan gæfunnar og endurútgaf lagið í febrúar 1985. Það var góð hugmynd því lagið skaust þá beinustu leið upp breska vinsældalistann, alla leið upp í annað sætið.

Mynd: Hr. Eydís

Það var alveg magnað að fá Björgvin Franz til okkar, hann lifnaði í raun við sem Paul King söngvari hljómsveitarinnar King sem flutti lagið á sínum tíma. Það vantar sko aldeilis ekki hæfileikana í þennan dreng,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og bætir við kíminn „….svo er hann með þykkt og fallegt hár sem við öfundum hann allir af.“

Fylgja má Hr. Eydís á Facebook, Instagram og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“