fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ekkja Navalny – „Pútín, þú munt svara fyrir það sem þú gerðir við manninn minn“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. febrúar 2024 16:30

Yuliya Navalnaya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maðurinn minn hefði verið hér með mér, í þessum sal. Ég veit ekki hvort þið trúið þessum hræðilegu fréttum sem við fengum frá rússneskum ríkisheimildum. Vegna þess að í mörg ár höfum við ekki getað trúað Pútín og ríkisstjórn hans, þeir ljúga alltaf. En ef það er satt vil ég að Pútín, fylgismenn hans og allir vinir hans viti að þeir munu svara fyrir það sem þeir hafa gert við landið okkar, fjölskyldu mína og eiginmann minn. Sá dagur kemur mjög fljótlega,“ sagði Yuliya Navalnaya, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny, fyrr í dag í tilfinningaþrunginni og ögrandi ræðu á öryggisráðstefnunni í München.

Navalnaya hélt aftur af tárunum þegar hún sagði: „Og ég kalla á alþjóðasamfélagið, fólkið í þessum sal og fólk alls staðar að að við berjumst og berjumst gegn þessari illsku, þessari hræðilegu stjórn í Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútíns. Þeir eiga að vera persónulega ábyrgir fyrir öllu því hræðilega sem þeir hafa gert okkur.“

Hjónin á góðri stundu

Rússnesk fangelsismálayfirvöld greindu frá andláti Navalny í morgun. Hann var einn helsti gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Navalny afplánaði fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn. Mannréttindasamtök víða um heim höfðu gagnrýnt þá meðferð sem Navalny hlaut í Rússlandi.

Sjá einnig: Alexei Navalny er látinn eftir að hafa „farið út í göngutúr“

Fréttin um andlát Navalny hefur vakið hörð viðbrögð um heim allan og hafa leiðtogar ríkja beint reiði sig gegn Pútín og fylgismönnum hans.

Sjá einnig: Íslendingar bregðast við dauða Navalny: „Sorgardagur fyrir mannkynið“

Navalny var „myrtur á hrottalegan hátt af Kreml,“ sagði forseti Lettlands, en Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði „augljóst“ að Pútín hefði fyrirskipað að andófsmaðurinn yrði drepinn.

„Augljóslega var hann drepinn af Pútín. Eins og þúsundir annarra sem hafa verið pyntaðir,“ lýsti Zelensky yfir og vitnaði í andlát Navalnys sem enn frekari vísbendingar um hvers vegna Pútín verður að „tapa öllu og bera ábyrgð á gjörðum sínum“.

Í desember var Navalnu  fluttur úr fangelsi í Mið-Rússlandi yfir í hegningarnýlendu sem kallast Polar Wolf. Síðast sást til hans í gegnum myndbandstengingu við réttarhöld á fimmtudag og virtist hann vera í góðu skapi. Móðir Navalny, Lýdmila, sagðist hafa séð son sinn í fanganýlendunni á mánudag og sagði hann heilbrigðan og í góðu skapi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Navalny hafi „liðið illa þegar hann fór í göngutúr“ í morgun og „fljótlega misst meðvitund“. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem endurlífgunartilraunir báru engan árangur.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heiðraði „harðasta talsmann rússnesks lýðræðis“ og sagði að Navalny væri áberandi og þrálátur gagnrýnandi Pútíns sem hefði „sýnt ótrúlegt hugrekki alla ævi“. „Þetta eru hræðilegar fréttir. Sem grimmasti talsmaður rússnesks lýðræðis sýndi Alexei Navalny ótrúlegt hugrekki alla ævi. Hugur minn er hjá eiginkonu hans og íbúum Rússlands, sem þetta er mikill harmleikur fyrir.“

Hjónin ásamt börnum þeirra

Pútín hefur verið upplýstur um andlát keppinautar síns, staðfesti talsmaður hans.

Heimildarmynd Navalny sem fjallar um feril hans, eitrun og endurkomu hans til Moskvu vann Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin árið 2023. Eiginkona Navalny sagði við verðlaunaafhendinguna: „Maðurinn minn er í fangelsi bara fyrir að segja sannleikann. Maðurinn minn er í fangelsi bara fyrir að verja lýðræðið. Alexei, mig dreymir um daginn sem þú verður frjáls og landið okkar verður frjálst. Vertu sterk, ástin mín.’

Síðasta færsla Navalny á samfélagsmiðlum voru Valentínusarskilaboð til eiginkonu sinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“