fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tekist á um 78 ára gamlan Willys jeppa – Heimtaði bílinn tæplega hálfri öld síðar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 19:00

Willys herjeppi úr síðari heimsstyrjöldinni. Mynd: Wikimedia Commons-Ad Meskens. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað fyrir nokkrum dögum upp dóm í máli sem varðar deilur um eignarhald á Willys-jeppa sem fyrst var skráður hér á landi 1946. Maður höfðaði mál á hendur öðrum manni sem hefur jeppann í sinni vörslu og fór fram á að jeppinn yrði tekinn úr vörslu hans. Fyrrnefndi maðurinn vildi meina að hann væri réttmætur eigandi en fengið öðrum manni afnot af honum árið 1982. Jeppinn hafi síðan að ósekju árið 1985 endað í vörslu mannsins sem hann höfðaði málið gegn. Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði hins vegar beiðni mannsins og Landsréttur vísaði málinu frá á grunni þess að verðmæti jeppans væri undir lágmarksfjárhæð í einkamálum fyrir réttinum og að maðurinn hefði ekki óskað eftir leyfi til að áfrýja málinu.

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða fylgir með úrskurði Landsréttar. Þar kemur fram að mennirnir eru báðir búsettir á Vestfjörðum.

Maðurinn sem höfðaði málið krafðist þess að umræddur Willys-jeppi, sem fyrst var skráður 1946, en hefur nú verið afskráður yrði tekinn úr vörslu hins mannsins og fenginn honum. Maðurinn segist hafa keypt jeppann árið 1973 og gert hann upp og notað til loka árs 1982. Þá hafi hann fengið öðrum manni afnot af jeppanum. Maðurinn sem fékk bílinn til afnota hafi nýtt hann til póstflutninga fram til 1985.

Átti jeppinn að fara á safn?

Þá hafi jeppinn komist í vörslu mannsins sem hafi hann í fórum sínum nú án vitneskju þess manns sem höfðaði málið.

Maðurinn sem vildi endurheimta jeppann fór ekki strax fram á að fá hann til baka þegar hann komst að því hvar jeppinn var niðurkominn. Segist hann hafa talið að maðurinn sem hann lét hafa afnot af jeppanum hafi ætlað sér að afhenda jeppann til sýningar á minjasafni sem faðir mannsins sem nú hefur jeppann í vörslu sinni hafi rekið um árabil. Hann hafi hins vegar aldrei afsalað sér jeppanum eða gefið leyfi fyrir því að hann yrði seldur.

Maðurinn sem hefur jeppann nú í sinni vörslu segir að faðir sinn hafi gefið flesta muni af minjasafninu en þó ekki jeppann. Hann fullyrðir að hann hafi keypt jeppann árið 1985 fyrir 50.000 krónur af manninum sem maðurinn sem höfðaði málið segist hafa látið hafa jeppann til afnota. Því væri jeppinn réttmæt eign hans.

Maðurinn sem höfðaði málið fullyrðir að ökutækjaskráningar hjá Samgöngustofu og Credit info sýni fram á að hann sé eigandinn. Hann segir sölutilkynningu frá 1985 sem hinn maðurinn framvísaði ekki hafa verið áritaða eða stimplaða af yfirvöldum. Sölutilkynningin er undirrituð af manninum sem hann lét hafa jeppann til afnota árið 1982 en maðurinn lýsir miklum efasemdum um að sá maður hafi raunverulega undirritað skjalið. Það skipti þó ekki máli hvort hann hafi gert það því sá maður hafi aldrei átt jeppann. Maðurinn segist lengi hafa reynt að endurheimta jeppann en maðurinn sem hafi hann í vörslu sinni hafi ávallt hafnað því.

Hefð hafi skapast eftir svo langan tíma

Maðurinn sem hefur jeppann í sinni vörslu stendur fast á því að hann sé eigandi jeppans. Slíkur vafi leiki þó svo á um eignarhaldið að samkvæmt lögum sé ekki hægt að verða við kröfu hins mannsins, vegna óskýrleika, um að jeppinn verði tekinn af honum.

Hann segir gögn úr ökutækjaskrá sem maðurinn sem vildi endurheimta jeppann hafi framvísað sanni ekki eignarhald hans. Hann hafi hins vegar sölutilkynningu og skráningarskírteini sem sýni fram á hans eignarhald. Það liggi fyrir að maðurinn sem seldi honum bifreiðina hafi verið skráður eigandi samkvæmt skráningarskírteini og greitt ábyrgðartryggingar jeppans á árunum 1983 til 1985. Gögnin sýni að hann hafi keypt jeppann í góðri trú og talið manninn, sem maðurinn sem höfðaði málið segist hafa fengið jeppann til afnota, sem seldi honum jeppann réttmætan eiganda. Hann hafi haft jeppann svo lengi í sinni vörslu að hann hafi að minnsta kosti öðlast eignarrétt yfir honum á grundvelli hefðarlaga.

Hann lýsir furðu sinni á því að maðurinn sem höfðar málið hafi beðið í marga áratugi með að endurheimta jeppann. Hann kannast ekki við að maðurinn hafi lengi reynt að endurheimta jeppann og hafnar því að hafa einungis verið með hann í geymslu eins og hinn maðurinn hélt fram. Málshöfðandinn sé líklega enn skráður eigandi hjá Samgöngustofu og Credit info þar sem að sala á jeppanum til mannsins sem hafi selt honum jeppann hafi ekki verið tilkynnt.

Hafi verið of lengi að krefjast þess að fá jeppann aftur

Í niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða segir að maðurinn sem höfðaði málið hafi í raun lagt fram gögn sem auki vafa á því að hann sé raunverulegur eigandi jeppans. Þar á meða séu kvittanir fyrir greiðslu trygginga og skráningarskírteini sem beri með sér að maðurinn sem hann segist hafa látið hafa jeppann til afnota  árið 1982 hafi verið skráður eigandi. Óumdeilt sé að sá maður hafi haft jeppann í sinni vörslu fram til 1985 þegar hann endaði í vörslu mannsins sem hefur haft hann hjá sér síðan.

Maðurinn sem hafi jeppann í sinni vörslu hafi enn fremur lagt fram sölutilkynningu sem varpi rýrð á sönnunargildi þeirra gagna sem maðurinn sem vildi endurheimta jeppann hafi lagt fram.

Einnig kemur fram að ekki verði séð að maðurinn sem höfðaði málið hafi gert neinar verulegar tilraunir til að endurheimta jeppann fyrr en nú 38 árum eftir að hann komst í vörslu hins mannsins

Af öllum þessum ástæðum var kröfu mannsins um að jeppanum yrði komið aftur til hans hafnað og í ljósi frávísunar Landsréttar virðist málinu þar með vera lokið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt