fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Alexei Navalny er látinn eftir að hafa „farið út í göngutúr“

Pressan
Föstudaginn 16. febrúar 2024 12:21

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski stjórnarandstæðingurinn og einn helsti gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta, Alexei Navalny, er látinn. Frá þessu greindu rússnesk fangelsismálayfirvöld í morgun.

Navalny afplánaði fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn. Mannréttindasamtök víða um heim höfðu gagnrýnt þá meðferð sem Navalny hlaut í Rússlandi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Navalny hafi „liðið illa þegar hann fór í göngutúr“ í morgun og „fljótlega misst meðvitund“. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem endurlífgunartilraunir báru engan árangur.

Navalny var 47 ára gamall og hugðist bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum 2018. Kjörnefnd heimilaði hins vegar ekki framboðið.

Navalny komst svo í fréttirnar árið 2020 þegar hann veiktist alvarlega í Síberíu vegna gruns um að eitrað hefði verið fyrir honum. Var honum flogið undir læknishendur til Þýskalands þar sem hann hlaut viðeigandi meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn