Íþróttavikan var á sínum stað þessa vikuna en Þorkell Máni Pétursson var gestur þáttarins. Máni er í framboði til stjórnar KSÍ.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Sigurðsson stýrðu þættinum en rætt var um málefni Laugardalsvallar.
Máni hefur fengið nóg af stjórnmálafólki sem talar og talar en aldrei er völlurinn byggður. „Þetta fer gríðarlega í taugarnar á mér að hún sé ekki kominn lengra, við erum alltaf að bíða eftir svörum frjá stjórnmálafólki. Ég er opinn fyrir einkaframtök, þau lenda oft á ríkinu. Ef það er einhver til í að fara í þetta framtak og fara svo á hausinn, við tökum það svo yfir. Það er fine by me,“ segir Máni.
Hann segir ráðherra landsins mæta á völlinn til að taka af sér Instagram mynd á leikjum, meira gera þeir ekki.
„Þeir koma á landsleiki og taka Intsagram mynd, þetta fólk virðist ekkert gera nema að taka Instagram mynd. Þetta lið ætlar að halda HM í handbolta, þeir ætla ekki að byggja völl fyrir stærstu íþróttina. Þeir vilja eyða peningum í það til að taka Instagram mynd.“
„Ráðamenn virðast ekki ætla að gera neitt. Þeir lofa bara í næstu kosningum og gera svo ekkert.“
Máni vill fá fólk úr hreyfingunni sem kann að láta verkin tala. „Ég myndi vilja setja í nefnd hjá KSÍ fólk sem skilur ekki þegar þeim er neitað, það er næg orka í knattspyrnuhreyfingunni.“
Umræða um þetta er hér að neðan.