Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Chelsea, var mjög pirraður er hann sá Twitter færslu Isabelle Silva, eiginkonu Thiago Silva, leikmanns liðsins.
Isabelle gerði allt vitlaust nýlega er hún heimtaði eftir breytingum hjá Chelsea og kallaði eftir því að Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, yrði látinn fara.
Isabelle baðst síðar afsökunar á hegðun sinni en Petit segir að þetta gott dæmi um hvað sé að í nútíma fótbolta.
,,Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast í nútíma fótbolta. Þetta gæti verið eiginkonan hans, bróðir hans eða einhver annar í fjölskyldunni,“ sagði Petit.
,,Ég er svo á móti þessu og þetta var ekki í fyrsta sinn sem eiginkona hans tjáir sig, ég var svo pirraður er ég sá hvað hún sagði.“
,,Hún gerði það sama þegar Thomas Tuchel var við stjórnvölin. Allir eiga rétt á sinni skoðun en ef konan mín hefði gert þetta væri ég ekki vinsæll í búningsklefanum.“