fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Umboðsmaður Alþingis setur ofan í við héraðs- og ríkissaksóknara

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 16:00

Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis birti fyrr í dag á vef sínum bréf sem hann hefur ritað, til dómsmálaráðherra og ríkissaksóknara, í tilefni af því að kvörtun barst embættinu yfir því að embætti héraðssaksóknara hafi látið lögmann óviðkomandi aðila hafa gögn sem vörðuðu sakamál. Um var að ræða lögmann konu en eiginmaður hennar sem nú er látinn hafði sætt sakamálarannsókn vegna gruns um skattalagabrot.

Í bréfinu segir að umboðsmaður hafi lokið athugun sinni á kvörtuninni þar sem skilyrði laga fyrir meðferð hennar hjá embættinu voru ekki uppfyllt. Hins vegar ákvað umboðsmaður að skoða málið nánar þar sem það vakti athygli hans að lögmanni lögaðila, sem hvorki naut stöðu sakbornings né brotaþola, hefði verið veittur aðgangur að gögnunum.

Í samantekt á efni bréfsins segir að í kjölfar þessarar athugunar sé ríkissaksóknara bent á að haga framkvæmd á grundvelli fyrirmæla um efnið þannig að dregið sé úr hættu á því að gögnum sakamála verði miðlað til óviðkomandi aðila.

Ríkissaksóknari hafi rangt fyrir sér

Fyrirmæli ríkissaksóknara mæli fyrir um að veita megi sakborningi og brotaþola aðgang að rannsóknargögnum sakamáls sem er lokið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sama gildi um hvern þann sem sýni fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta. Hafi ríkissaksóknari vísað til heimildar í stjórnsýslulögum.

Í bréfi Umboðsmanns Alþingis sé hins vegar bent á að samkvæmt stjórnsýslulögum blasi ekki við að aðrir en sakborningur og brotaþoli, eða umboðsmenn þeirra, eigi rétt á aðgangi að gögnum sakamáls. Þess vegna sé þeirri ábendingu komið á framfæri við ríkissaksóknara að taka framsetningu ákvæðisins til endurskoðunar.

Í bréfinu kemur einnig fram ríkissaksóknari hafi rökstutt fyrirmæli sín með vísan til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þau lög geri hins vegar ráð fyrir því að gögnum sé ekki miðlað nema þau séu viðtakandanum nauðsynleg auk þess sem taka þurfi mið af þagnarskyldureglum.

Haga þurfi framkvæmd á grundvelli fyrirmælanna þannig að hvert og eitt tilfelli sé metið gaumgæfilega. Með því sé dregið úr hættu á að gögnum sakamála, sem er lokið, sé miðlað til utanaðkomandi í bága við réttindi aðila máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar