fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Risadagur framundan hjá J. Lo – „Ég hef ekki verið svona kvíðin, spennt og hrædd í mörg ár“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 17:30

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagurinn 16. febrúar verður stór dagur hjá söngkonunni, leikkonunni og athafnakonunni Jennifer Lopez, en þá kemur plata hennar This Is Me…Now út og sama dag kemur kvikmyndin This Is Me…Now: A Love Story á Amazon Prime. Heimildarmynd og tónleikaferðalag fylgir í kjölfarið.

„Ég hef ekki verið svona kvíðin, spennt og hrædd mörg ár!! Sagan af ferðalaginu frá This Is Me…Then til This Is Me…Now er það persónulegasta sem ég hef gert. Tónlistarupplifunin heldur áfram 16. febrúar þegar This Is Me…Now platan kemur út og This Is Me…Now: A Love Story, kvikmyndin kemur á Amazon Prime Video.

Ég get ekki beðið eftir að þú upplifir! Ástarkveðjur Jennifer,“ skrifar söngkonan til aðdáenda sinna. 

13 lög eru á plötunni sem er níunda stúdíóplata Lopez og kom fyrsta lagið Can´t Get Enough út 10. janúar.

Kvikmyndin, sem skrifuð er af Lopez, eiginmanni hennar Ben Affleck, Chris Schafer og Dave Meyers sem einnig er leikstjóri, er tónlistarmynd sem setur lög plötunnar í mynd og lýsir um leið ferðalagi Lopez í leit hennar að ástinni og ástarsambandi hennar og Affleck. Nokkrar umsagnir eru komnar inn á Rotten Tomatoes og fær myndin þar 86% í einkunn.

Fjöldi þekktra leikara og dansara koma fram í kvikmyndinni, eins og Ben Affleck, Sofia Vergara, Jane Fonda, söngvarinn Post Malone og dansarinn Derek Hough. 

Heimildarmyndin The Greatest Love Story Never Told, sem fjallar um það sem gerðist bak við tjöldin kemur út 27. febrúar og er hún byggð á bréfum Affleck til Lopez og fjallar um gerð myndarinnar og heimildamyndarinnar.

Lopez toppaði sig svo með því að senda aðdáendum sínum skilaboð í dag að þann 20. febrúar mun miðasala hefjast á tónleikaferðalag hennar um Bandaríkin, This Is Me….Now: The Tour.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024