fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Lögreglukona varð vitni að hnífstunguárás og tók myndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars vegna gruns um tilraun til manndráps og stórhættulegrar líkamsárásar.

Úrskurður Landsréttar og héraðsdóms í málinu hefur verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Þar kemur fram að lögreglukona á frívakt varð vitni að atvikinu. Málsatvikum er meðal annars lýst svo:

„Að morgni föstudagsins 24. nóvember sl. bárust lögreglu upplýsingar um  að  brotaþoli  hafi  komið  á  slysadeild  með  leigubifreið  með  stungusár.  Þá  fékk  lögregla  einnig  þær  upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar  var hún að aka út af bifreiðastæði við  […], þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni við […] og […]. Hún ók upp að þeim og hafði afskipti af þeim og létu mennirnir þá af háttseminni. Lýsti hún mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar var hávaxinn með svarta  eyrnalokka  og  sá  þriðji  var  í  áberandi  hvítum,  svörtum  og  grængulum  jakka.  Hún  tilkynnti mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna  málið, en þá hljóp sá lágvaxni af vettvangi, en hún náði ljósmynd af hinum tveimur.“

Einnig kemur fram að árásarþolinn fór á bráðamóttökuna með leigubíl sem hann hafði hringt á og var gert að sárum hans. Var hann með um tveggja og hálfssentimetra djúpt stungusár á vinstri síðu yfir rifjabarði skáhalt niður að geirvörtu yfir brjóstholi.

Nokkrar manneskjur voru handteknar í kjölfar atburðarins en þeim var síðan öllum sleppt fyrir utan tvo grunaða í málinu. Sá sem hér er úrskurðaður í gæsluvarðhald hefur játað á sig hnífstunguna. Hann hefur lýst því í yfirheyrslum lögreglu að brotaþoli hafi komið í samkvæmi til að selja kókaín. Segist hinn grunaði hafa kvartað undan því að efnið væri ekki gott og í kjölfarið fóru þeir að rífast. Átökin mögnuðust síðan og lauk með fyrrgreindum hætti.

Í rökstuðningi lögreglustjóra fyrir gæsluvarðhaldi segir að til rannsóknar sé stórháskaleg atlaga, framin af litlu eða engu tilefni. Gæsluvarðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna og er því vísað til þess hvað brotið er alvarlegt. Er talið að það muni brjóta gegn réttlætiskennd almennings ef maðurinn verður látinn laus áður en hann er ákærður.

Sem fyrr segir skal maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 10. mars. Sjá nánar hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu