fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fáum við nýjar upplýsingar í máli Madeleine McCann á morgun?

Pressan
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 20:00

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun hefjast réttarhöld í máli 47 ára Þjóðverja sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn fimm einstaklingum, þrjár nauðganir og tvö brot gegn börnum. Hinn ákærði í málinu heitir Christian Brückner og er hinn sami og talinn er hafa numið Madeleine McCann á brott árið 2007 og myrt hana.

Réttarhöldin fara fram í þýsku borginni Braunschweig og hefur fjöldi blaðamanna, meðal annars frá Bretlandi, boðað komu sína. Frá þessu skýrir þýska vefritið Focus.

Þetta er í fyrsta sinn sem Christian kemur fyrir sjónir almennings, ef svo má segja, frá því að hann var opinberaður árið 2020 sem hinn grunaði í hvarfi Madeleine í Portúgal fyrir 17 árum.

Christian þessi situr þegar í fangelsi vegna nauðgunar sem hann framdi á Algarve árið 2005, en Madeleine var einmitt stödd í sumarleyfi með fjölskyldu sinni á sama svæði þegar hún hvarf.

Brotin sem hann er nú ákærður fyrir eru sögð hafa átt sér stað í Portúgal á árunum 2000 til 2017 og komust upp þegar augu lögreglu fóru að beinast að honum í tengslum við rannsóknina á hvarfi Madeleine. Er jafnvel vonast til þess að einhverjar upplýsingar um Madeleine kunni að koma fram í yfirvofandi réttarhöldum.

Saksóknarar í Þýskalandi blésu til blaðamannafundar árið 2020 þar sem fram kom að Christian væri grunaður um að hafa numið Madeleine á brott og gengið væri út frá því að hún hefði verið myrt. Enn sem komið er hefur Madeleine ekki fundist og Christian ekki verið ákærður fyrir aðild að hvarfi hennar. Það kann þó að breytast og heldur lögreglan í þá von að það muni takast fyrr en síðar.

Í umfjöllun Focus kemur fram að tveir Þjóðverjar muni bera vitni í þeim anga málsins sem snýr að tveimur nauðgunum sem áttu sér stað á Algarve. Er vonast til þess að þessi vitnisburður þeirra geti hugsanlega varpað frekara ljósi á hvarf Madeleine.

Annað þessara vitna er fyrrverandi unnusta Christians, Helge B. Hún hefur sagt að Christian hafi opnað sig um hvarf Madeleine árið 2008 og lýst því að hún hafi „ekkert öskrað“.

Christian var búsettur á Algarve á árunum 1995 til 2010 þar sem hann vann við hin ýmsu störf en stundaði einnig innbrot og þjófnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift