fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Meghan Markle landar loksins samningi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 12:30

Meghan Markle Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan af Sussex Meghan Markle hefur loksins landað nýjum hlaðvarpssamningi, átta mánuðum eftir að Spotify rifti samningi vegna þáttanna Archetypes.

Samkvæmt Deadline mun Markle nú hefja samstarf með Lemonada Media og gefin verður út ný sería auk sem hlustendur fá aðgang að Spotify þáttaröð hennar, Archetypes.

„Ég er stolt af því að geta deilt því að ég er að ganga til liðs við hið frábæra teymi hjá Lemonada til að halda áfram ást minni á netvarpi. Að geta stutt fyrirtæki stofnað af konum sem eru með fjölda þátta sem vekja mann til umhugsunar og eru skemmtilegir er frábær leið til að hefja árið 2024.

Áætlun okkar um að endurútgefa Archetypes svo að fleiri geti nú haft aðgang að því, auk þess að setja af stað kraftmikið nýtt hlaðvarp eru í vinnslu. Ég er svo spennt að gefa deilt því fljótlega og er mjög ánægð með að ganga til liðs við Lemonada fjölskylduna.“

Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar út um hlaðvarpið eða efnistök þess.

Lemonada Media var stofnað árið 2019 af Jessica Cordova Kramer og Stephanie Wittels Wachs og hefur fyrirtækið gefið út hlaðvörp eins og Wiser Than Me with Julia Louis-Dreyfus og Hard Feelings with Jennette McCurdy.

„Það er mikill heiður að Meghan hafi treyst okkur til að hjálpa til við að gefa almenningi aðgang að Archetypes og að svo miklu fleira fólk um allan heim mun hafa aðgang að seríunni fljótlega. Hæfni Meghan sem þáttastjórnandi, skapari og viðtalsmaður er óviðjafnanleg og við erum spennt að búa til nýja seríu með henni sem ýtir undir nálgun hennar við að skapa list sem skiptir máli,“ segir Kramer.

„Þegar þróun þáttanna hófst með hertogaynjunni af Sussex, hrifumst við af samstarfsanda hennar og skýrri sýn, ásamt djúpri löngun hennar til að byggja upp samúð og samfélag með þessu starfi,“ segir Wachs. „Lemonada teymið fann fyrir tengingu við Meghan og Archewell Productions teymið og við erum ánægð með samstarfið.“

Samningi Markle og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, við Spotify lauk árið 2023. Heimildir báru að þáttaröðin hafi verið stytt vegna þess að hjónin hafi ekki skilað nægu efni til að réttlæta 20 milljón dala greiðslu þeirra. Í sameiginlegri yfirlýsingu hjónanna og Spotify kom fram að þau hefðu samþykkt að slíta samstarfinu og væru stolt af þáttaröðinni.

Í Archetypes fjallaði Markle um stimpla sem konur fá oft á sig og tók viðtöl við stjörnur á borð við Mindy Kaling, Margaret Cho, Serena Williams, Paris Hilton og Jenny Slate. Þættirnir eru 12 talsins. Í viðtali við Daniel Ek forstjóra Spotify á síðasta ári virtist hann gefa í skyn að þættirnir hefðu einfaldlega ekki veitt hlustendum neina ánægju. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“