fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Swiftáhrifin – Af hverju eru margar konur svona helteknar af tónlistarkonunni heimsfrægu?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 19:30

Taylor Swift er manneskja ársins 2023 hjá Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hafa leitt í ljós að það er ákveðin sálfræði sem liggur að baki vinsældum bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift, og þær vinsældir eru ekki vegna persónuleika hennar. Sálfræðingar telja langlífi og skyldleika Taylor gera hana svona vinsæla.

Hvað er það við Taylor Swift sem gerir hana svona vinsæla? Tónlist Swift er með yfir 26 milljarði streyma á Spotify, hún er með yfir 281 milljón fylgjenda á Instagram og eftir að hún varð kærasta NFL-leikmannsins Travis Kelce hefur Swift eignast fjölda nýrra fylgjenda og aðdáenda. Áhorf á leik Ofurskálarinnar sló met í ár og telja margir það að hluta Swift að þakka, þar sem áhorfendur gátu séð hana sitja í VIP stúku að hvetja kærastann og lið hans áfram. Margföldun varð meðal kvenkyns áhorfenda og 400% söluaukning var á liðstreyju Kelce.

Kærustuparið að loknun leik.

Sérfræðingar hafa nú fært fram kenningu um af hverju Swift er svona vinsæl á alþjóðavísu, og það hefur lítið með persónuleika hennar að gera. Ástæðan er einföld, kunnugleiki. Því oftar sem við heyrum tónlist Swift í daglegu lífi okkar, því meira líkar okkur við hana.

Um er að ræða sálfræðilegt fyrirbæri sem kallast útsetningaráhrif (e. The Mere Exposure Effect). Sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að þegar kemur að endurteknum sjónvarpsauglýsingum þá velja áhorfendur frekar þær vörur sem þeir sjá oftast á skjánum.

Í rannsókn árið 2011 voru þátttakendur látnir gangast undir myndgreiningarpróf til að sjá hvaða tónlistartegundir virkjuðu umbunarkerfi heilans. Rannsakendur komust að því tónlist sem fólk þekkti kveikti frekar á ánægjustöðvum heilans, heldur en hjá þeim þátttakendum sem hlustuðu á tónlist sem þeir sögðust vera hrifnir af.

„Kunnugleiki virðist vera afgerandi þáttur í því að gera hlustendur tilfinningalega tengda tónlist,“ skrifaði teymið á bak við rannsóknina. 

Swift ásamt vinum sínum á Ofurskálinni.

Grípandi lög og langur ferill

Lög Swift eru einstaklega grípandi og rannsakendur taka fram að hún noti oft eintóna laglínur í ákveðnum hlutum laga sinna sem byggjast hægt upp. Langur ferill Swift stuðlar líka að vinsældum hennar. 

„Swift er ung, en hún hefur átt nokkuð langan feril, svo fólk hefur hlustað á texta hennar lengi. Myndbönd og samfélagsmiðlar hafa einnig séð um að dreifa tónlistinni hennar. Þessir textar hafa verið alls staðar og þeir eru ekki að fara neitt,“ segir Cynthia Gordon prófessor í tungumálum við háskólann í Georgetown. Hún segir Swift hæfileikaríkan textahöfund sem fær aðdáendur sína til að fylgjast betur með því sem hún er að segja og eyða tíma í að kryfja merkingu texta hennar.

„Henni finnst gaman að setja vísbendingar (e. Easter Egg) í lögin sín og/eða tónlistarmyndbönd sem hafa merkingu sem aðeins raunverulegir aðdáendur hennar geta greint og afhjúpað. Þannig að ég held að hlutverk tungumálsins í verkum hennar sé mjög afgerandi og það hefur fengið fólk til að fylgjast sérstaklega vel með.“

Melissa A Fabello, sambandsþjálfari í Kaliforníu, segir að Swift leyfi sér að sýna viðkvæmni í textum sínum og þannig tengi fólk við tónlist hennar.

„Það sem Taylor Swift er frábær í er að búa til frásagnarheim, sem skoðar marga þætti mannlegrar upplifunar, þar á meðal ótta við höfnun og að festa sig í sambandi og glata tilfinningalegu sjálfstæði.“

Getur tekið gríni og látið eins og fífl

Gordon bendir þó á að lög Swift séu ekki öll með djúpa og/eða persónulega merkingu og bentir til dæmis á smellinnShake It Off þar sem Swift gefur gagnrýnendum sínum langt nef. „Fyrir mér er þetta lag sem er skemmtilegt. Þetta er lag sem er grípandi og það sýnir líka mörgum aðdáendum hennar að Taylor Swift getur tekið gríni. Hún getur tekið sjálfa sig ekki of alvarlega. Hún getur verið fyndin og hún getur látið eins og fífl. Og ég held að margir, þar á meðal ég, kunni að meta það.“

Sérfræðingar benda á að þó að Swift sé heimsfræg og lifi allt öðruvísi lífi en aðdáendur hennar, þá séu það fyrst og fremst textarnir hennar og innihald þeirra sem fólk tengi við. 

„Hún er frábært dæmi um einhvern sem heldur sig við gildin sín og sýnir aðdáendahópi sínum að þeir geti náð markmiðum sínum, hver svo sem þau kunna að vera,“ segir Gordon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar